Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 89
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
87
Reykjavíkurhöfn 1909. Dampskipin þarna eru flutningaskip. Togararnir, sem voru 4 komnir, sjást ekki. Gufuskipið næst í grunni
myndarinnar er líklega veizlusnckk ja Elíasar Stefánssonar, Skjöldur.
lán til kaupa á fiskiskipi og keypti
13.5 lesta skip (27 tonn) og gerði það
út sjálfur syðra, þar til 1806 að hann
seldi það Guðmundi Scheving, sem
næst kemur við sögu (Guðmundur í
Breiðholti fylgdi skipi sínu og fórst á
því 1813).
Næst eru tveir Vestfirðingar á
sama róli 1806-7, þeir Guðmundur
Scheving á Barðaströnd, en síðar
Flatey og Ólafur Thorlacius á Bíldu-
dal, og urðu þeir báðir miklir útgerð-
armenn og er óhætt að fullyrða, að
það voru þeir sem festu þilskipaút-
gerð í sessi, sem atvinnuveg með
þjóðinni.
Ólafur Thorlacíus var einnig fyrst-
ur íslendinga til þess að selja saltfisk
beint til Spánar og féll það aldrei nið-
ur síðan. Guðmundur Scheving á
sinn stærsta hlut í undirstöðuritgerð
um þilskipaútgerð og kosti hennar.
Á síðasta áratug 18du aldar keypti
Ólafur skip til flutninga með saltfisk
til Spánar, og um 1806 hóf hann út-
gerð þilskipa, en áður rak hann ein-
göngu árabátaútgerð sem aðrir.
Þilskipaútgerð breiddist frá þess-
um tveimur um alla Vestfirði á fyrri
hluta 19du aldar og 1828 gerð þar út
ein 16 þilskip og 1847 36 þilskip.
Skipstapar og mannskaðar voru
miklir. Á árunum 1832-46 fórust 11
skip með allri áhöfn á Vestfjörðum.
Það er álit fræðimanna, að þil-
skipaútgerð hafi aldrei fallið niður
með öllu við Faxaflóa eftir að útgerð
Bjarna Sívertssen lauk. Voga- og
Uppskipun í Reykjavíkurhöfn. Mesta þrælaverkið, sögðu skútukarlarnir.
Skipshöfn Emelie. Sú sem fórst í mannskaðaveðrinu 7. aprfl 1906, að undanskildum
einum, fjórða manni í efstu röð frá vinstri, sem var í landi. íslandsmið geyma margan
hraustan drenginn. Þeir fórust 68 þennan dag 7. aprfl. Sophie Whetly fórst þá einnig á
Mýrunum, en Ingvar við Viðey.