Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 142

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 142
140 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Þjónustumiðstöðin er efst í gamla Hraunstúninu. Skammt niður af má sjá móta fyrir bæjarrústum. Hjónin eru trúlega að virða fyrir sér fjallasýnina miklu og fögru, sem Steingrímur talar um í viðtalinu hér á undan. Það má sjá þarna af svölunum alla fjalla girðinguna vestan fra Ingólfsfjalli austur á Vatnajökul. Eftir lokun á haustin þarf ýmislegt aö lagfæra og endurnýja, og ég hef unnið við að klæða innan félagsbú- staði eða innrétta þá upp á nýtt. Mér fannst fátt hér til dægradvalar fyrir dvalargesti þegar ég kom hér fyrst. Smíðaði þá minigolfið strax fyrsta veturinn heima á verkstæðinu mínu. Tók myndir úti á Kanaríeyjum um veturinn af svipaðri aðstöðu. Minigolfið hefur reynst mikill á- nægjuauki ungum sem öldnum og síðastliðið sumar spiluðu yfir 1500 manns í minigolfinu. Konan annast Þjónustumiðstöð- ina, sér um að halda henni hreinni, selur aðgang að böðunum og nú sundlauginni og sánaklefa, minigolf- inu og leigir golfkylfur til að nota á alvöru golfvellinum sem við höfum hér. Þá er hún iðulega hálfgerð barn- fóstra. Það er mikið um það að fólk sendi börnin upp eftir í Félagsmið- stöðina til að leika sér í leiktækja- salnum og til að horfa á sjónvarpið, þar sem við bjóðum uppá ýmislegt myndbandaefni, eða spila borðtenn- is. Pá getur og símavarzlan verið eril- söm. Það er nokkuð mikið starf að sjá um alla bústaðina og auk þess annast sundlaugina. Maður þarf að slá blett- ina í kringum þessa 25 bústaði sem félögin eiga, gæta þess að hreinlætis- vörur séu ávallt fyrir hendi í bústöð- unum og líta eftir hvernig fólk skilur við, svo að allt sé í lagi þegar næstu gestir koma. Yfirleitt er viðskilnaður fólks góð- ur, þó það séu náttúrlega alltaf ein- hverjar undantekningar. Það má segja að eftir því sem bústaðirnir hafa batnað, orðið vistlegri og snyrti- legri, eftir því hefur umgengnin orð- ið betri. Það er sannarlega ánægjuefni, og ekki er síður ánægjulegt að sjá sama fólkið koma ár eftir ár, því það eru auðvitað beztu meðmælin, ef fólk vill koma aftur. Aðsóknin hefur stórauk- ist síðustu árin, eftir því sem aðstæður hafa batnað. En það er margt smálegt sem maður þarf einlægt að vera að hyggja að í viðhaldinu. Bústaðirnir eru opnaðir til útleigu í kringum 20. maí, og eru í leigu fram í miðjan september. í júní, júlí og ágúst er hér allt fullt. Golfvöllurinn nýtur mikilla vin- sælda, hann er níu holur og hér hefur margur fengið golfbakteríuna, þeir hafa sagt mér það margir þegar þeir koma árið eftir. Sundlaugin var einnig mikil lyfti- stöng, mikil ánægja ríkir með hana og heitu pottana meðal gesta, og þegar auðséð að þörf verður á að stækka laugina og fjölga pottum. Þá er og aðkallandi að bæta að- stöðuna í búningsklefunum. Þar hafa stundum verið mikil þrengsli þegar ásóknin hefur verið hvað mest í sundið, en fólk hefur tekið því með jafnaðargeði og aldrei kvartað. A öllu svæðinu í Hraunborgum eru nú orðið jafnan mörg hundruð á sumrin í félagsbústöðunum og einka- bústöðum, sem eru á annað hundr- að. Þá er rekin hér lítil verzlun með helztu nauðsynjum, gosi og sælgæti, útibú frá Minni-Borg, og það verið gestum til þæginda. Farið er að planta hríslum í kring- um Sjómannafélagsbústaðina, og þær hafa tekið vel við sér, og er ætl- unin að gróðursetja reglubundið á hverju ári. Það er slæm gróðurmold- in hér, en menn og tré skjóta hér þó rótum og sjálfur hef ég valið mér hérna bústað í hverfi einkabústa- ðanna. Ég held að það sé óvíða jafn góð aðstaða á sumardvalarstöðum hér innanlands eins og hér. Það er mikil friðsældin. Stutt er í skoðunarferðir til allra átta. Ég heyri það sérstaklega á fólki sem kemur hingað utan af landi, að því finnst þetta með ein- dæmum góður staður að dvelja á til að fara í stuttar skoðunarferðir um Suðurland. En því er ekki að neita að þetta er erilsamt starf, maður er uppi klukk- an átta á morgnana, og síðustu gest- irnir fara héðan úr félagsmiðstöðinni klukkan 10.30 og þá á maður eftir að ganga frá sundlauginni og ýmsu. Þá getur verið þreytandi að eiga aldrei vísan frídag, fyrir okkur hjónin eru allir dagar jafnir. En ef við höldum heilsu og Sjó- mannadagsráð vill hafa okkur, þá er ekki að vita nema við verðum hér nokkur ár enn. Það mundi breyta miklu ef hægt væri að leysa okkur af svona viku- tíma um mitt sumarið, svo maður kæmist upp til fjalla eða í silung- sveiði. Við hjónin höfum átt ágætt samstarf við forystumenn Sjómanna- dagsráðs og kunnum þeim miklar þakkir fyrir þann skilning sem þau hafa sýnt starfi okkar. Það er okkur mikils virði að finna ávallt vilja þeirra til að gera allt sem bezt úr garði hér á orlofssvæði sjómanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.