Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 78

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 78
76 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ urnar stærri. Skipin frá Paimpol voru fá, og auk þess voru Paimpols-menn miklum mun sparari á brauö sitt en aðrir franskir fiskimenn. Brauð hinna var flatar, ferhyrndar kökur. Það var tvenns konar, skipstjórakex og hásetakex. Skipstjórakexið var miklum mun ljúffengara og var í hærra verði en hitt. Það var allbrúnt og frekar mjúkt og meyrt, en hitt var hvítt, beinhart og blotnaði seint og illa, en þótti þó á þeirri tíð sælgæti. Paimpols-manna mátti helzt freista til ríflegra brauðútláta með útprjón- uðum vettlingum. Þeir voru sem sé hinn listhneigði og vandláti aðall meðal fiskimannanna frönsku. Franska saltið var nokkuð gróft, en þótti samt góð vara, og kartöflurnar voru mjög mjölvismiklar og seðj- andi, en ekki eins sætar og þær ís- lenzku. Rauðvínið var misjafnt, en aldrei heyrði ég gerðan greinarmun á því konjaki, sem Flandararnir höfðu upp á að bjóða. Það var bara franskt konjak, sem þýddi sama og af- bragðsvara. Haukdælir höfðu löngum átt mikil viðskipti við Fransmenn, og höfðu Haukadalsbændur selt öðrum franskar vörur. Þá tóku þeir og prjónles í eins konar umboðssölu fyrir ýmsa kunningja sína, einkum á norðurströnd Arnarfjarðar. Ólafur í Yztabæ, faðir Kristínar, Matthíasar og Jóhannesar, hafði átt við Frans- menn sérlega mikil viðskipti, enda var hann sagður hafa verið óvenjuvel fær í því máli, sem íslendingar og Fransmenn töluðu, þá er þeir áttu viðskipti. Fransmenn kölluðu hann Lórens, og var hann svo mikils met- inn hjá þeim, að fyrir kom, að menn, sem óskuðu hjá þeim fyrirgreiðslu eða voru nauðulega staddir meðal þeirra, nefndu nafn hans sér til full- tingis — og var sagt, að það hefði oft dugað þeim vel að ákalla „Lórens po den Haukadal.“ Matthías Ólafsson skipti mjög við Fransmenn. Hann mun hafa á ýmsan hátt greitt fyrir þeim, verið eins konar ræðismaður þeirra, og hann seldi mikið af frönsku brauði, kartöflum og salti. Margir hinna eldri Haukdæla — og það jafnt konur sem karlar, gátu tal- að við þá, og ég vissi til þess, að Pompólskúta á íslandsmiðum. Guðmundur Eggertsson í Höll fór út í franskar skútur og sat að samræðum við skipstjórana. Ekkert heyrði ég um það, að kvenfólk í Haukadal hefði nein afskipti af Fransmönnum, en til voru gamlar sögur úr Dýrafirði og Tálknafirði, sem bentu til þess, að „ástand“ hefði verið til hér áður fyrr- um — rétt eins og á hinum síðustu og verstu tímum. Hollendingar notuðu sem gjaldmiðil peninga, fatnað og reyktóbak, sem var í knippum. Voru þau kölluð arfaknippi meðal alþýðu manna. Sagt var, að bóndi einn í Dýrafirði um miðja 19. öld hefði komið inn til konu sinnar og sagt: „Treystirðu þér nokkuð, Jósabeta mín? Hér er einn, sem býður stórdal og skyrtu.“ Konan svaraði: „Láttu hann bæta arfaknippi við!“ Annar kom til dóttur sinnar og mælti: „Sigga mín, hefur þú nokkurn hug á að bjarga þér? Þeir eru nú hérna, þeir frönsku, út við lækinn.“ Úr Tálknafirði heyrði ég þessa slögu: Bóndi nokkur lánaði Fransmönn- um vinnukonu sína. Þeir fluttu hana út í skip sitt, og þar dvaldist henni góða stund. Loks fluttu þeir hana í land, og fylgdi henni full brauð- tunna. Bóndi fékk þá vinnukonunni þrjár kökur. Hún sagði: „Þakka þér fyrir, blessaður hús- bóndinn! Þú gazt látið það vera að víkja þessu að mér.“ Bóndi sagði: „Æ, þakkaðu sjálfri þér, hræið mitt!“ (Hér má stinga inn sögu svo að ekki hallist á um landshlutana, að til er saga að austan, og sú saga er frá þeim tíma, að það varð mönnum fangaráð við að lífga við líflitla skip- brotsmenn, að leggja þá á læri kvenna, en fyrri tíðar konur voru heitfengar og höfðu læri holdmikil. Þessa bragðs hafði verið neytt á kotbýli einu, að hálfdauður Frans- maður var lagður á læri húsfreyju. Um nóttina vekur húsfreyja bónda sinn sem lá í öðru rúmi með svofelldu kalli: — Hann er byrjaður. — Segðu honum að hætta, sagði bóndi. — Það get ég ekki, sagði konan, ég kann ekki frönsku —) Hagalín lýsir Fransmönnum: Fransmenn þeir, sem ég sá í Haukadal, voru yfirleitt lágir vexti, frekar gildir og sívalir á vöxt, brún- eygir, jarphærðir eða svarthærðir og skeggið brúnt, en skeggjaðir voru all- ir þeir, sem annars var sprottin grön. En innan um voru menn, sem stungu mjög í stúf við fjöldann. Þeir voru háir vexti og breiðvaxnir, grá- eða bláeygir, ljósir á hár og rauðskeggj-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.