Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 67

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 67
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 65 frumstæðustu viðbragða manna, að standa sig með því að ausa af skelf- ingunni innra með sér þeim varnar- mætti sem fer úr sambandi, þegar álagið gengur yfir mannleg takmörk. Ekkert nema þetta hvatti skipverja Áróru í veikri von þeirra um eitt- hvert hugsanlegt kraftaverk sem yrði til bjargar. Daginn áður höfðu þeir ekki látið undir höfuð leggjast að bölva þessum örlögum sínum, að verða að þræla eins og skepnur fyrir smánarlegt kaup, og þeir bölsótuðust gegn þessu hundalífi sem þeir voru endanlega dæmdir til að lifa. En í dag, þegar þessu lífi var ógnað, fundu menn í sama bili hve fast þeir héldu í þetta þrautalíf sem var vert þess að lifa því. Allt, sem í þeim bjó, neitaði að gefa það upp á bátinn: blóðið, sem þeir fundu renna heitt í æðum sínum, hjartað sem hamraði slátt sinn í brjóstinu eins og til að láta vita, að það berðist einnig sinni baráttu, lungun sem þöndust út af lofti. Og meðan þeir fyndu í líkama sín- um þessa andstöðu líffæranna gagn- vart dauðanum, mundu skipverjarn- ir á Áróru halda áfram að berjast í þessari ójöfnu baráttu. Það kæmi þá í ljós, hvort hugrekki þeirra eða fár- viðrið hefði betur. í svipinn valt allt á stórseglinu, sem eitt var uppi, og hver storm- sveipur reif úr nýja tætlu. Ef það stóðst veðrið, gátu menn vænst þess að halda stefnu á þann stað landsins, þar sem fjörður einn mundi veita þeim skjól. Ef það stóðst ekki, mundi skipið verða á valdi ólgandi hafsins og ekki líða á löngu þangað til það sykki með allri áhöfn. Örlög þeirra voru þannig komin undir þess- um fáu fermetrum af olíubornum seglstriga sem þeir flykktust um og héldu örvæntingartökum um bönd hans. Öðru hverju reið yfir kröftug alda sem felldi einhvern hásetanna. Hann reis upp aftur, náði varla and- anum, hálfmeðvitundarlaus, en hélt stöðugt í kaðalinn sem hendur hans höfðu verið læstar um, þegar mesta höggið skall á honum. Yves hafði farið fram á skipið. Áður en hann komst þangað voru nokkrar öldur búnar að færa hann í kaf. í hvert skipti hafði hann náð í eitthvað fast til að halda sér í, og fro&ufellandi reiðinornin hafði misst af bráð sinni. Síðan bætti hann sínum sautján ára aldri við hugrekki þeirra sem eldri voru. „Boðar! Boðar!“ Þeir, sem voru frammi á, gátu aðeins öskrað þetta eina orð, stjarfir af skelfingu. í sama bili varð áreksturinn. Áróra var sigr- uð, hafði brotnað á skerinu með miklu angistarkveini. Með vindi, regni og hafi í mikilli svallhátíð söng fárviðrið sigur sinn. Mennirnir misstu jafnvægið, köst- uðust hver um annan þveran og lágu á þilfarinu. Sumir hengdu sig í kuð- ung á lunninguna, sumir reyndu að losa sig úr kaðalflækjunni sem þeir höfðu lent í. En Yves, sem við högg- ið hafði komið niður rétt hjá kaptein- inum, trúði varla augum sínum: Þessi harðgerði og skömmótti yfirmaður, sem hafði séð marga skipverja deyja, án þess neinar tilfinningar væru á honum að sjá, hann grét nú yfir Ár- óru, og harmur hans streymdi í stór- um tárum sem hann reyndi ekki einu sinni að fela. Og alltaf hélt stormurinn áfram að lemja Áróru við boðann eins og til að ganga alveg frá bráð sinni. Þegar fyrsta undrunin var afstað- in, tók við æðislegt „hver bjargi sér“, þesskonar að menn nöguðu sig í handarbökin fyrir það eftirá. „Setjið út bátana!“ hrópaði kap- teinninn. Skipunin kom mátulega til að menn færu að átta sig. Það er ofur- mannleg áreynsla að losa bátana úr þessari flækju af taugum, köðlum og seglum sem þeir eru í, og það þegar skipið hallast sextíu gráður. Menn- irnir skriðu fet fyrir fet, gripu í fjal- irnar, þar sem rifur voru á milli, en áttu á hverri stundu á hættu að sjór- inn tæki þá, notuðu síðustu krafta sína í síðasta verkið sem gaf þeim von. Ef vindurinn breyttist skyndi- lega, gæti hann hrifið Áróru með sér og hún sykki með þá. Landið er þarna rétt hjá, það vita þeir. Þetta verður að takast, og það tekst. Fyrsti báturinn er þegar kom- inn út og þeir búa sig undir að fara niður í hann, þegar alda rís skyndi- lega og slítur taugina, sem bindur hann við skipið, og tekur bátinn með sér. Okkur tekst það aldrei! Ég ætla að reyna að synda til lands. Ég dreg taug á milli og þið rennið ykkur meðfram tauginni. Eg banna þér það algerlega, Le Merrer, það væri sjálfsmorð! Enginn getur synt í þessum sjógangi, segir kapteinninn og bætir við: Setjið út hinn bátinn. Yngstu og elstu menn- irnir fyrstir í hann. Það er fram- kvæmt, og núna tekst það. Gamall sjómaður lætur sig renna eftir kaðlin- um. Hróp: „Svona, ég er kominn! Komiði líka!“ Nú er það Yves sem grípur taug- ina. Hann hangir milli himins og hafs að framkvæma þessa hættulegu at- höfn, bítur á jaxlinn, allir vöðvar strengdir, allt viljaþrekið miðað við lokatakmarkið: að komast ofan í bát- inn. En þarna ríður alda yfir hann með öllum þunga sínum. Mikil auðn verður innra með honum og hann gefur sig Guði á vald ... Það er síð- asta hugsun hans. Hann finnur mikinn sársauka í bakinu neðarlega, hendur grípa hann, hann hefur lokið þessu heljar- stökki sínu á botni bátsins, hendur hans hafa ekki svikið hann, heldur eru læstar um kaðalinn. En fjandinn sjálfur, hvað hann kennir til í rassin- um ... Hann hlaut að vera allur húð- flettur. Og svo var það leiðinlegt að vera meiddur á þessum stað... Þeir tóku stefnu á land og báturinn vagg- aði hálfur á kafi í sjóganginum: Tvisvar sinnum vóg hann salt á báru. Og örmagna tylltu skipbrotsmenn loks fótum á fast land.“ Sökum ókunnugleika verða menn að taka allt trúanlegt, sem sagt er um tilfinningalíf skútunnar Áróru, en muna þeir sem lent hafa í sjávar- háska eftir sér eða félögum sínum bölvandi og ragnandi „hrækjandi sannleikanum framan í það (veðrið) þetta skrímsli - og menn „fallnir nið- ur á stig dýrsins... “ og hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir umhugsun að „um sársaukann gátu þeir hugsað seinna“. Muna menn eftir sér sem „hundelt veiðidýr - sem finna að mesta „öryggið var í því fólgið að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.