Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 52

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 52
50 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ um við Frakka, en ekki dragast saman. Viðskiptum við Frakka myndi fylgja aukið fjárstreymi til landsins, og þá aukast geta íslend- inga til að efla sinni eigin útveg. Jón beitti sér aldrei beint í málinu á þingi, en lagðist undir væng í bréf- um og Nýjum félagsritum á þá sveif- ina að Alþingi fjallaði rækilega um málið og athugaði alla möguleika, sem í því kynnu að leynast til hags- bóta fyrir Islendinga. En Jón lenti sjálfur í óhægri aðstöðu með þessa skoðun sína, þegar hans helztu stuðningsmenn, Vestfirðingar, og þá einkum þingmenn hans Isfirðingarn- ir, snérust öndverðir við beiðni Frakka og vildu að Alþingi afgreiddi umsóknina strax með ákveðinni neit- un. Harðasti fylgismaður Jóns Sig- urðssonar, Jón Guðmundsson, Þjóðólfsritstjóri, snérist einnig gegn skoðun Jóns Sigurðssonar, og lagðist á sveif með konungsfulltrúum á þingi, taldi íslendingum stafa mikil ógn af þessari miklu bækistöð Frakk- anna og yrði það til ills eins fyrir Is- lendinga að kasta af sér oki Dana til þess að fá á sig annað í staðinn. Jón Sigurðsson hefur ekki talið ástæðu til að gera ráð fyrir slíku oki að óathug- uðu máli. Hann hafði alla tíð ótrú á málflutningi, sem byggðist á tilgát- um, nema þeim væri fundinn staður með haldgóðum rökum. Það gat ekki talizt rangt að athuga vel þetta mál áður en menn mynduðu sér skoðanir á því. Rök konungsfulltrúanna gegn samþykkt Alþingis voru þau auk þeirra vandræða, sem það ylli dönsku stjórninni, að Frakkar myndu með fiskverkun hérlendis ná spánska markaðnum af íslendingum og verða alls ráðandi á þeim mark- aði, sem yrði þá rothögg á íslenzkar fiskveiðar. Þegar Alþingi vísar nær umyrða- laust málinu til dönsku stjórnarinn- ar, bregst Jón Sigurðsson harðlega við þeirri afgreiðslu Alþingis. Hon- um finnst Alþingi hafa sett ofan við þá afgreiðslu málsins og það leynir sér ekki, að hann vill eiga þetta mál í athugun Alþingis til að auka sjálf- stæði þingsins gagnvart dönsku stjórninni. Hann birtir svofellda klausu í Nýjum félagsritum: „Tollur af þeim fiski, sem fluttur er frá útlendum ríkjum til Frakk- lands, hefur nýlega verið og mun vera enn 24rd. 70 sk. af hverju skip- pundi. Það er auðsætt hvílíkt gagn það væri fyrir ísland, ef því yrði til leiðar komið, að innflutningstollur á íslenzkum fiski yrði lækkaður eða af- tekinn á Frakklandi, og það er rétt að segja ótrúlegt, að Alþing 1855 skyldi láta konungsfulltrúa telja svo um fyrir sér, að sleppa ekki einungis at- kvæðisrétti sínum í svo mikilvægu máli, og það því máli, sem var aug- ljóst löggjafarmál, eins og sýnir til- skipun 13. júní 1787 og frumvarp stjórnarinnar um verzlun á Islandi 1851, heldur og einnig sleppa honum svo, að gefa stjórninni enga bend- ingu um nokkurn hinn minnsta hagn- að, sem óskandi væri, að ísland yrði áunninn fyrir það leyfi, sem Frökk- um kynni að verða veitt. Alþing hef- ur með þessu móti að vísu kastað allri ábyrgðinni upp á stjórnina — eða, eins og vant er, varpað allri sinni áhyggju upp á Dani — en það hefur jafnframt sýnt hinn mesta sljóleika og tómlæti í að gegna skyldu sinni við landið og einurðarskort í því, að segja ekki beint, hvort það vildi óska að leyfið yrði veitt eða ekki, annaðhvort fortakslaust eða með skilmálum.“ Þessu var svarað með nýjum og æsilegri tilgátum um tilgang Frakka, þeir myndu ætla að koma hér á fót fanganýlendu, eins konar „Djöfla- eyju“. Og svo kom Nafla-Jón prins, um sumarið 1856, Jerome Napoleon, hinn mesti myndarmaður og honum tekið með mikilli alúð, en heimsókn hans talin ótvírætt standa í sambandi við Dýrafjarðarmálið, og þangað fór hann á skipi sínu til Þingeyrar. A Dýrafirði höfðu áður þá um sumarið orðið sögufrægar róstur með ís- lenzku heljarmenni og franskri skips- höfn, sem síðar verður getið. Það er kannski merkast við heimsóknina, að prinsinn spurði Trampe greifa um tekjur Dana og útgjöld við að halda Islandi. Trampe sagði tekjurnar 30 þús. ríkisdali, en útgjöldin 50 þús. ríkis- dali, og þá sagði auðvitað prinsinn: „En þá er furðulegt að danska stjórn- in skuli vilja halda ísland, fyrst það kosti þvílík útgjöld á hverju ári“. Þessarar spurningar hafa margir spurt um tíðina, og svarið náttúrlega það, að ríkisreikningar segðu ekki alla söguna. Það lágu ýmsar aðrar peningaleiðir til Danmerkur frá ís- landi. Þá er það náttúrlega sögulega for- vitnilegt, ef rétt er sú sögn, að Napó- leon prins hafi látið taka nektar- myndir af íslenzkum konum, sem létu frönskum tignarmönnum fala blíðu sína. Önnur bókfest dæmi eru líklega ekki finnanleg um að nektarmyndir séu teknar af íslenzkum konur fyrr en þá í nútímanum. Kjartan Ólafsson lýsir svo skoðun- um Jóns Sigurðssonar í Dýrafjarðar- málinu: „Hugmynd Jóns Sigurðssonar var aldrei sú að fá Alþingi til að sam- þykkja beiðni Frakka eins og hún lá fyrir, heldur einmitt að vísa málinu frá, að svo stöddu, en bjóða um leið upp á samninga, ef Frakkar fengjust til að fallast á ákveðna skilmála. Sú varð líka niðurstaðan við afgreiðslu málsins á Alþingi". Þessu Dýrafjarðarmáli lauk á Al- þingi sumarið 1857 með svofelldri neitun: „að þingið sjái sér ekki fært að aðhyllast áskorun hinnar keisara- legu frakknesku stjórnar að svo komnu og eins og hún nú liggur fyrir.“ Ekki varð svo meira úr þessari á- sókn Frakka til fiskverkunaraðstöðu eða hernaðarlegrar bækistöðvar, ef það hefur verið hin raunverulega meining með umsókninni. Frakkarnir tóku nú aftur að leita eftir aðstöðu til spítalahalds, en þá málaleitan höfðu þeir hafið 1851. Andstöðu gætti í fyrstu einnig við þá umsókn, af sama tagi, menn óttuðust að það leiddi til annarra og meiri um- svifa Frakka hér á landi. Spítalasaga Frakka verður ekki rakin hér, hún hefur svo víða verið rakin, en þeir reistu spítala í Reykja- vík, Vestmannaeyjum, Fáskrúðsfirði og Dýrafirði og er þar af Frökkum mikil og góð saga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.