Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 65

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 65
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 63 Franskir skútumenn í óveðri Vissulega er það misjafnt hvernig skipshafnir bregðast við í sjávarháska og þá máski enn misjafnara hvernig menn lýsa þeim sjávarháska fyrir skip og menn. Mörgum sjómanninum verður trú- lega frásagnarmáti Fransmannsins hér á eftir skemmtileg tilbreyting frá hinum hefðbundna og smásmugu- lega íslenzka frásagnarmáta af hlið- stæðum atburðum og hér er lýst, þar sem hér er venjan að reyna að láta lýsinguna nálgast eitthvað raunveru- leikann og eitt reki sig ekki á annars horn, menn séu þá ekki „niður í lest að pumpa“, eða rói í land frá strönd- uðu skipi í ofsaveðri og brimi fyrir suðurströndinni á léttbáti sem „vagg- ar á bárum“, og eftir „umhugsun“ ákveði menn að „gleyma sársaukan- um þar til seinna“ að veðrinu hefur slotað; þá er og „andstaða líffæranna við dauðann“ visulega nokkuð al- gengt líffærafyrirbæri einkum er hjartað á móti dauðanum og lætur „andstöðu“ sína í ljósi með mklum hamagangi í brjóstinu, en þessi and- úð hjartans eða hinna og annarra líf- færa er ekkrt sérstakt fyrir menn í sjávarháska, þar er maðurinn yfir- leitt allur og ekki sízt sálin mjög and- víg dauðanum. Of langt er upp að telja allt, sem manni finnst undarlega sagt í þessari stórskemmtilegu frásögn. Hún er eitt allsherjar alla badda rí, Fransí, biskví. Fað var á aðfararnótt hins þriðja- dags frá því Bettína hélt af stað á íslandsmið, að á skipið skall hið versta óveður og segir svo af því í sögunni: „Um nóttina lenti skútan í fyrsta storminum frá því farið var frá Bret- aníu-skaga. Örmagna af þreytu renndi Yves sér í kojuna. Aldrei fyrr hafði honum þótt heydýnan jafn mjúk. Hann lok- aði augunum og féll í svefn. Skyndi- lega var eins og hann væri að kafna, hann barðist um undir ískaldri vatns- gusu. Var hann að dreyma eða var hún raunveruleg, þessi vatnsdemba sem hann skalf undir frá hvirfli til ilja? Nei, hann var ekki að dreyma. Um það vitnaði luktin sem hafði slokknað á, en auk þess voru hreyf- ingar skipsins svo ruglingslegar að hann varð að halda sér af öllum kröftum í kojuna til að kastast ekki fram úr. Einhversstaðar var maður að stynja. Yves var holdvotur, tennurn- ar glömruðu í honum. Maðurinn hélt áfram að stynja í myrkrinu. Loks kom einhver: „Nokkuð brotið hér?“ Hann þekkti þennan háseta sem kom þarna með lukt í hendi. Það var faðir hans sem beygði sig yfir manninn sem lá stynjandi á gólfinu. í skininu sást mjó blóðrönd frá enni niður á höku. Fanch hristi hann til, særði maðurinn opnaði augun ringlaður og sagði frá slysinu með hvíldum: Hann var sofandi, þegar hann var hrifinn með ógurlegu afli úr kojunni. Um framhaldið mundi hann ekkert. Guð minn góður, hvað hann verkjaði í höfuðið. Hann hlaut sannarlega að hafa rekið sig heiftarlega á... Fanch upplýsti hann um hvað gerst hafði. Það skall á okkur vitlaust helvítis rok sem er búið að tæta sundur stór- seglið. Mennirnir eru núna að reyna að halda í það sem eftir er af því, allir hangandi uppi í reiðanum, hinir eru niðri í lest að pumpa, því sjórinn foss- aði inn úr öllum áttum, eins og sjá mátti á „skvettunni" sem búin var að sópa káetuna. Uppi á þilfari mátti heyra gegnum stormgnýinn öskraðar fyrirskipanir, hróp rekin upp, ragn og formæling- ar. Tvisvar sinnum hallaðist skútan hættulega á hlið og dró í veltuna með sér borð og stóla, tvisvar sinnum rétti hún sig af. Fanch verður að fara aftur á dekk upp, þar er þörf fyrir hann. „Aumingja Yves minn, þú lentir laglega í því. En þú ert þó vonandi ekki meiddur? Farðu og legðu þig í kojuna mína, hún slapp við sjóinn. Og reyndu að sofa, sonur minn...“ Og þegar Yves smeygir sér ber í koju pabba síns, finnur hann til léttis og er skyndilega orðinn sæll. Hann hafði gert mikilvæga upp- götvun: faðir hans hafði borið um- hyggju fyrir honum, talað hlýlega til hans. Honumþótti þávæntumhann. Það lá við að hann þakkaði óveðr- inu fyrir.... Það má aðeins velta fyrir sér, hvað þessi lokaorð segja lesandanum í sögu Yves. Hann er orðinn 14 ára, þegar hann gerir þá óvæntu uppgötv- un að faðir hans beri umhyggju fyrir honum og hefur „talað hlýlega til hans. Honum þótti líklega vænt um hann“. Ekkert dæmi er síðar nefnt um að faðir Yves hafi sýnt öðru sinni í verki væntumþykju sína, hvernig sem sonur hans var leikinn. Einhver faðir hefði þá látið til sín taka, þegar farið var að löðrunga soninn eða sparka í hann. Undarlegt fólk Frakk- arnir í þessari sögu, og um margt gengur á öðru í óveðri hjá Frökkun- um en við höfum spurnir af hjá okkar skútumönnum. Það verður ekki annað séð, en skipið sé að farast, „sjór fossar inn úr öllum áttum“, og seglin rifin í tætlur. „Mennirnir eru núna að reyna að halda í það sem eftir er af stórsegl- inu, allir hangandi uppi í reiða, en hinir (hinir hverjir?) eru niðri í lest að pumpa.“ Uppi á þilfarinu eru öskraðar fyrirskipanir, hróp rekin upp, ragn og formælingar“. (Maður hélt að fransmenn ákölluðu Maríu guðs- móður í nauðum, en eftir þessu eru þeir hallari undir pokurinn þegar í harðbakka slær). „Tvisvar hallaðist skútan hættu- lega á hlið, og dró í veltunni með sér borð og stóla. Tvisvar sinnum rétti hún sig af. „Flatrekandi skip í stór- viðri hallast trúlega gott betur hættu- legar en tvisvar. Festu þeir ekki borð og stóla í gólf, Fransmennirnir, þegar þeir fóru í veðravítið við ís- land? Hvað er Fanch að spásséra með handlugt, annað eins og ágeng- ur, skipið í bráðum háska, og allir aðrir að vinna að björgun þess. Af hverju skilur hann slasaðan manninn eftir liggjandi á gólfinu? Af hverju segir svo höfundur ekki frá hvernig Bettína bjargaðist, þar sem svo horfði að skipið hlyti að sökkva, þegar sjór fossaði allsstaðar inn í það. Óveðursbaráttann endar á þess- um orðum að Yves „lá við að þakka óveðrinu fyrir sig“ Hér fylgir önnur lýsing á óveðurs-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.