Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 72

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 72
70 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ „Kaldur mánuður, mikil veiði“; Þess vegna var það sem menn fóru frá Pompól í síðasta lagi fyrir miðjan febrúar. Þá komu þeir á miðin í miðj- um fengitímanum, þegar þorskurinn var mjög gráðugur og beit betur á færin, því hann var banhungraður á þessum tíma þegar hann fór frá djúpsvæðum sínum í Norðuríshafinu og leitaði á grynnri og hlýrri svæði á landgrunninu kringum Island. Þar hélt hann sig fram að hrygningartím- anum og dreifði sér um grunnin sem eðlisávísunin benti honum að væru hentugust til hrygningar. Þannig höfðu menn góðar horfur á að fiska vel og það sem meira var, þeir gátu selt fiskinn án tafar, sem sé á góðu verði, þegar þeir komu heim í sept- ember. Og þar sem þénustan fór eftir þessu verði, var ómaksins vert að taka á sig nokkra auka áhættu. Auð- vitað mundi þetta árið sem endranær vanta tvær eða þrjár skútur sem ekki kæmu heim aftur, hefðu týnst með allri áhöfn. Það var skatturinn sem varð að gjalda á hverri vertíð. Allir vissu það, örlögin réðu . . . Nú vissi hann þetta, messadreng- urinn Yves Le Roux. Heima í þorp- inu Plouhézec unnu menn á ökrun- um. Nágranni hans, trésmiðurinn, vann á verkstæði sínu sem ilmaði af trjákvoðu, sagaði, heflaði og setti saman fjalirnar. Drengir á hans aldri voru við kúagæslu. A heiðinni suð- uðu vinnusöm skordýrin sem sólin skreytti málmlitum glömpum. Og sóknarpresturinn kenndi fermingar- börnunum, að Góður Guð ætlaði hinum snauðu meðal jarðarbúa besta staðinn í sinni paradís. Þegar Is- landsmið voru höfð í huga, hlaut þetta að vera mikill staður. Þar sem hér er um að ræða land og þjóð sem lesandinn þekkir jafnvel og sá sem hér ritar, gerir hann engar athugasemdir, nema strikar undir fleygustu orðin um land og þjóð. Lesandinn getur að öðru leyti dæmt þessa íslandslýsingu. En þótt okkur íslendingum falli ekki lýsingin, er hún fróðleg og sönn af sjónarhóli þess manns sem liðið hefur þær píslir hér við land, sem Yves frændi. íslandssjómaður segist hafa liðið. Pompólskonnortur í höfn. Mannlífsspjall Fiskveiðar hafa um aldirnar verið annar aðalatvinnuveg- ur okkar þjóðar, og þjóðin mat þetta starf mikils, þótt aldrei væri sem skyldi af forráðamönnum hennar á fyrri tíð. En þegar þeim tíma lauk, á 19. öld, að fiskimennsk- an væri undirgrein landbúnaðar, gáfu fiskveiðarnar betri tekjur en sú vinna, sem kostur var á í landi, sem var annaðhvort verkamannavinna eða kotbúskapur, og sóttust þá dug- legir menn eftir sjómannsstarfinu. Af þessu leiddi að þegar kom fram á skútutíma 19. aldar, voru skútur okk- ar vel mannaðar sjómönnum, sem höfðu alist upp á árabátunum og voru ólseigustu og þrekmestu fiski- menn sem um getur, trúlega í öllum heiminum, algerlega ódrepandi menn að vinnuþreki. Fyrir þessum mönnum var skútumennskan fram- för í sjómannsstarfinu. Tekjur jukust vegna aukinna aflamöguleika með sókn á víðari fiskislóð. íslandsmið með allri sinni ónáttúru voru okkar skútumönnum runnin í merg og blóð. Þeir höfðu alist upp við þau og þekktu ekki annað og betra veður-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.