Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 85
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
83
Þróun skútuútgerðar okkar íslendinga
- ágrip —
*
15du öldinni, ensku öld-
inni, þegar skreiðarverð
var sem hæst létu Islending-
ar undir höfuð leggjast að fitja uppá
eigin þilskipaútgerð, sem þeir höfðu
þá full efni á, því að margur varð þá
ríkur af sjávarafla áraskipanna.
Og svo komu hörmungaraldirnar,
hver af annarri, þegar saman fór
getuleysi og viljaleysi til þilskipaút-
gerðar. íslendingar vildu ekki þessa
útgerð.
Forsagan
Það er til gamans að hér er tekið
saman gróft yfirlit um þróun skútuút-
gerðar, eins og til að sýna baslið hjá
okkur, miðað við þá stórútgerð, sem
Frakkar reka á sama tíma.
í Skútuöld Gils er sagan samfelld-
ast rakin og ítarlegast, og er þeirri
frásögn fylgt, þótt víðar sé gripið nið-
ur og sitthvað sótt í Sjómannasögu
Vilhjálms, og sitthvað í eigið grúsk,
og er þar þess meðal annars að geta,
að ég tel það ljóst að fram um miðja
19du öldina eða lengur, allt fram til
1890, hafi í mælingu skipa stærðin
verið gefin upp í commersial lestum,
(verzlunarlestum) svarandi til 2ja
tonna, og aðeins mælt farmrýmið
(upphaflega miðað við tunnurými?)
Víða, þar sem bregður fyrir mál-
um á skipum, er ljóst, að skipin eru
tvöfalt stærri en hin uppgefna lestar-
tala segir til um.
Guðmundur Scheving gefur upp
um 1830 málin á skipi, sem hann kall-
ar 10 lesta skip og þau eru: Lengd 21
alin, breidd 6 álnir 21 þumlungur,
dýpt 2 álnir og 18 þumlungar. Sé
þessum tölum breytt í metra, verða
þau: Lengd 12,97 m., breidd 4,30,
dýpt 1,70 og þá er sýnt að um 18-20
tonna skip er að ræða.
Þess er fyrst að geta að tveir fóget-
ar á Bessastöðum munu, að því er
sýnist af heimildum hafa gert tilraun
Jagt, Seglin 1=5: Jagari, klýfír, stag-
fokka, stórsegl, gaffaltoppsegl.
Galías: Möstrin; stórmastur og messan-
mastur. Seglin: jagari klýfir, stagfokka,
stórsegl, gaffaltoppsegl, messan, og mess-
an gaffaltoppsegl.
SIúpp eða slúffa: Segl hin sömu og á jagt,
en jagaranum öðruvísi fyrir komið og eins
toppseglinu. Þá er og klýfirbóman laus og
toppstöngin á mastrinu.
Skonnorta, tvímastra: Segl og heiti sömu
og á Galías, nema afturmastrið á skonn-
ortu heitir stórmastur, en frammastrið
fokkumastur, (eða messan mastur). Þá er
og einu forsegli fleira (nr.3), framstag-
segli.
r>