Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 13

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 13
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11 SJÓMANNADAGURINN 50 ÁRA 1988 Það má segja að undirbúningur að 50 ára afmælishátíðarhöldunum 1988 hafi hafist á haustfundi Sjómanna- dagsráðs 1984, þegar samþykkt var að kjósa afmælisnefnd fyrir undir- búning að hátíðarhöldum Sjómanna- dagsins 50 ára árið 1988. Nefndina skipuðu: Guðmundur Hallvarðsson for- maður Björn Pálsson Guðmundur íbsen Hörður Þórhallsson Sveinn Sæmundsson Garðar Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Sjómannadagsins og ritari Sjómannadagsráðs (til 1988) starfaði með nefndinni og var ritari hennar. Nefndin hóf starf sitt í marsmán- uði 1985 og komu nefndarmenn sér saman um að hugsa stórt fyrir undir- búning dagsins. Margar hugmyndir komu fram í upphafi og má þar nefna loftfim- leikasýningu, sj ávarútvegssýningu og jafnvel að fá til landsins fræga skemmtikrafta erlendis frá, og festa Laugardalshöllina til sýninga á skenimtanahaldi á vegum Sjómanna- dagsins, en þegar búið var að kanna umboðsskrifstofur erlendra skemmtikrafta kom fljótlega í ljós að þær stóru hugmyndir sem nefndar- menn voru með, af góðu einu saman, voru alltof dýrar til að svona smáfyr- irtæki eins og Sjómannadagurinn er gæti staðið undir þeim kostnaði sem fylgja mundi, komu vinsælla skemmtikrafta á heimsmælikvarða væri og var því horfið frá þeim hug- myndum og ákveðið að halda sig við innlenda skemmtikrafta og hafa kostnað nokkurnveginn innan þess ramma sem Sjómannadagurinn mundi þola fjárhagslega. Allmargir fundir voru haldnir hjá nefndinni og þegar kom fram á árið 1986—1987 var mönnum fjölgað í af- mælisnefnd Sjómannadagsins og þá bættust við í nefndina þeir: Helgi Laxdal Guðjón Ármann Eyjólfsson Guðmundur Kjærnested Var nú hafist handa með að reyna að fá hingað til landsins þekktari seglskútur og voru mörg bréf send til erlendra aðila bæði beint og í gegn- um erlend sendiráð. Einnig reyndi utanríkisráðherra að beita áhrifum sínum, og var það góður liðsauki. Pegar upp var staðið kom í ljós að flestar stærri og þekktari seglskútur heimsins voru bókaðar til Ástralíu í tilefni af 200 ára afmælishátíð þeirrar heimsálfu og eins höfðu margir van- trú á að láta sínar skútur sigla hingað norður í haf. Úr varð að við fengum þrjár segl- skútur hingað heim það er að segja tvær frá Færeyjum, þær Johanna og Westward Ho, og eina frá Dan- mörku eða seglskipið Georg Stage. Einnig lá í Reykjavíkurhöfn danska strandgæsluskipið Hvidebjörn. Hátíðarhöld Sjómannadagsins hófust fimmtudaginn 2. júní 1988, með því að forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir kom í heimsókn til Hrafnistu í Hafnarfirði og skoðaði heimilið, handavinnusýningu vist- fólks og fleira, undir leiðsögn vara- formanns ráðsins og forráðamönn- um Hrafnistu. Hún heilsaði uppá vistfólk og starfsfólk og þáði síðdeg- iskaffi með vistfólki heimilisins. Mikill og góður rómur var gerður að heimsókn forseta til Hrafnistu í Hafnarfirði. Föstudaginn 3. júní 1988, heim- sótti síðan forseti Islands frú Vigdís Finnbogadóttir Hrafnistu í Reykja- vík á sama hátt og heimilið í Hafnar- firði daginn áður og var henni mjög innilega fagnað af vistmönnum og starfsfólki. Þá fylgdist forseti með, af svölum skrifstofu Sjómannadags- ráðs, þegar liinar erlendu skútur sigldu inná ytri höfnina í Reykjavík í mjög góðu veðri. Síðan, eða kl. 17:00 var haldin há- tíðarsamkoma í Laugarásbíó að við- stöddum forseta Islands, ráðherrum, biskup, borgarstjóra og fjölda ann- ara forsvarsmanna félagasamtaka, fyrirtækja og mörgum velunnurum Sjómannadagsins. Guðmundur Hallvarðsson, vara- formaður Sjómannadagsráðs setti samkomuna og kynnti atriði. Kór undir stjórn Guðna Þ. Guð- mundssonar og undirleiks Guðrúnar Guðmundsdóttur frumfluttu nýtt tónverk eftir Sigfús Halldórsson tón- skáld — Arnarrím — við kvæði og stökur eftir Örn Arnarson. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, flutti ávarp og árnaði Sjó- mannadagssamtökunum heilla og velfarnaðar í tilefni 50 ára afmælis samtakana. Gunnar Guðbjörnsson söng ein- söng við undirleik Guðbjargar Sigur- jónsdóttur. Pétur Sigurðsson, formaður Sjó- mannadagsráðs flutti hátíðarræðu, þar sem hann rakti sögu Sjómanna- dagsins í stórum dráttum. I lok ræðu sinnar lét Pétur afhjúpa minningar- stjörnufána Sjómannadagsins. Á grunnfeldi fánans, sem er blár, er stór kross og virtist hann, fljótt á lit- ið, sem logagyltur væri. Á krossinum nær öllum er gylt stjarna við stjörnu og táknar hver stjarna eitt sjómanns- líf, sem hann hefur týnt vegna starfa sinna sem sjómaður. Þetta voru fyrr- um lífsstjörnur þeirra sjómanna, sem við höfum verið að minnast á Sjó- mannadaginn í 50 ár. Stjörnurnar í fána þessum eru 1271. Að þessu loknu frumflutti kórinn undir stjórn Guðna Þ. Guðmunds- sonar tónverkið — Þakkargjörð — eftir Sigfús Halldórsson tónskáld við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.