Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 106

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 106
104 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Ásgeir Guðbjartsson átti 40 ára aflakóngsafmæli í fyrra. Jón Páll er að fagna Turnhús- inu sínu. geta að tveir fyrstu formenn þess létu af störfum vegna heilsubrests, Har- aldur 1946 og Kristján H. Jónsson hafnsögumaður 1949. Hafnsögu- menn hafa mikið komið við sögu samtakanna; fyrst Kristján Kristjáns- son, síðan Kristján H. Jónsson og þar næst Kristján J. Jónsson, Einar Jó- hannsson og Óskar G. Jóhannésson. Eftir 1950 fóru frumherjarnir að letj- ast eða falla frá og nýir menn tóku við. Baráttumál Sjómannadagsins varð strax í upphafi sundlaugarbygging. Hennar var mikil þörf, og hún varð einnig mikið áhugamál sjómanna og almennings á ísafirði. Eins og hér að framan segir var tekjum fyrsta Sjó- mannadagsins varið til þessa verk- efnis og sjómenn söfnuðu til þessa verks um borð í skipum sínum, sem ein fyrsta fundargerðin sýnir: „Þann 16. sept. (1938) afhenti stýrimaður á m/b ísbirni kr. 160, sem var áheit skipshafnarinnar til sund- laugar á ísafirði og skyldi geymast með fé því er inn kom á Sjómanna- daginn.“ Þegar sundlaugarbyggingin var hafin, 1943, og bæjarstjórnin tók við þeirri framkvæmd — en fram til þess tíma höfðu Sjómannadagssamtökin haft forgöngu í því máli — sneri Sjó- mannadagurinn sér að því eigin verk- efni sem setið hafði á hakanum, að láta smíða kappróðrabáta, en áður hafði verið róið á árabátum. Smíðað- ir voru hjá Marzelíusi tveir bátar, sem fengu nöfnin Frosti og Fjalar, og var þeim fyrst róið á Sjómannadag- inn 1945. Árið 1944 hóf Sjómannadagurinn að safna í minnismerki um drukkn- aða sjómenn sem Ragnar Kjartans- son myndhöggvari gerði og reist var á spítalalóðinni og afhjúpað 1974. Árið 1952 var svo hafin söfnun til elliheimilisins. Þá hefur það og tví- vegis gerst, að Sjómannadagurinn hefur gefið nær allan sjóð sinn til styrktar fólki í nauðum. Var það í fyrra skiptið þegar bruninn mikli varð á Isafirði nóttina eftir Sjó- mannadaginn 1946 og í hið síðara þegar safnað var til styrktar Vest- mannaeyingum 1973. Árið 1977 voru smíðaðir nýir kappróðrabátar. Eins og fram er komið var ágóðinn af fyrsta Sjómannadeginum ekki nema 520 krónur og 55 aurar en af þeim næsta, 1939, kr. 867,84 og þeim þriðja, 1940, kr. 1.532,73. Nú er það svo að árið 1940 var farið að lifna mikið yfir þjóðinni, og ekki síst sjó- mannastéttinni, vegna þess að fisk- verð fór að hækka haustið 1939. Var ágóðinn af Sjómannadeginum orð- inn þrefalt meiri þetta ár en árið 1938, þegar enn var hin svarta kreppa í landinu, þótt sú svartasta væri gengin yfir, árin 1936 og 1937. Til er tekju- og kostnaðarreikningur Sjómannadagshaldsins 1940 og þó hann sé færður upp í fyrrnefndri af- mælisgrein 1979, þá er alltaf fróðlegt og gagnlegt að rifja slíkar heimildir upp, þar sem þær sýna tölulega í smá- atriðum ljósa mynd af þjóðlífinu á fyrri tímum. Tekjur og gjöld 1940 Inn: fyrir - 304 miðaá 2/50 ............... 760,00 - 190 miðaá 1/90 ............... 285,00 - merki (ekkert verð) .......... 1.521,50 Samtals .............. kr. 2.566,50 Út: fyrir — fótboltabúninga................ 168,10 — merki........................... 15,35 — merkjaborða..................... 68,75 — símtöl, skeyti ................. 12,35 — flögg og línu................... 39,60 — bílferðir, vinnu o.fl........... 41,80 — borðabönd 9/07 ............. — planka 20/- .................... 29,07 — filmu 3/80, kaffi 10/- ......... 13,80 — auglýsingar 15/- ........... — músík 64/-...................... 79,00 — húsaleigu 75/- á 315/- ........ 380,00 — aðgöngumiða o.fl. 19/-.......... 19,00 — skatt.......................... 139,45 — ýmislegt......................... 9,50 Samtals ............ kr. 1.033,73 Mismunur ........... kr. 1.532,73 Nú tóku tölur að hækka og ágóð- inn að vaxa á árunum 1941-44. Þá tók kostnaðurinn að vaxa, og meira en tekjurnar, svo árið 1947 voru brúttótekjur þúsund krónum hærri en 1945, en nettótekjurnar helmingi minni. Þennan gang þarf síðan ekki að rekja. En það steðjaði fleira að Sjómannadeginum en verðbólga eft- irstríðsáranna. í lok fimmta áratugarins tók bátá- sókn á ísafirði að dragast saman en togarasókn að verða meginsóknin. Þar með lögðust vertíðarskipti af, sóknin varð jöfn og samfelld allt árið og fjarvistir sjómanna jukust. Sjó- mannadagurinn setti ofan við þessa breytingu. Margt annað breyttist einnig í þjóðlífinu sem olli því að há- tíðahald Sjómannadagsins hélt ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.