Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 107
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
105
Þaö er ekki ólundin í þeim fyrir vestan. Hákon heiðrar forvera sinn, Kristján.
þeim svip sem það hafði fyrsta ára-
tuginn, 1938-49. Skemmtanalíf
þjóðarinnar var orðið svo fjölbreytt
og almennt, að hátíðahald sjómanna
hvarf í skuggann. Pá kom það og til
að í sjómannastéttinni fækkaði stór-
lega hlutfallslega með þjóðinni, það
fækkaði í stéttinni í öfugu hlutfalli
við það sem þjóðinni fjölgaði.
Kristján J. Jónsson formaður Sjó-
mannadagsráðs í alls 16 ár (1967 og
1971-86) sem þekkir Sjómannadags-
haldið á ísafirði frá byrjun segir svo
um þróunina í 40 ára afmælisgrein-
inni í Sjómannadagsblaðinu 1979:
„Ég tók, sem ungur maður, þátt í
Sjómannadagshaldi í Hnífsdal og
þátttakan þar og í sjávarplássum hér
vestra held ég að hafi verið allsstaðar
mjög mikil.
Sjómenn sáu mest um skemmtiatr-
iðin sjálfir og svo ýmsir úr landi, bæði
konur og karlar, sem áhuga höfðu á
því að leggja málefnum sjómanna
liðssinni. Hátíðahöldin hafa jafnan
verið með líku sniði frá upphafi:
Kappróður, reiptog og stakkasund
og fyrstu árin voru jafnan haldnar
kvöldskemmtanir til ágóða fyrir Sjó-
mannadaginn.
Hin síðari ár hefur það skemmt-
anahald reynst dýrt og ekki skilað
ágóða, svo að kvöldskemmtanirnar
hafa lagst niður. Það er langt frá því
að ég sé ánægður með þátttökuna
eins og hún er nú. Ástæðurnar fyrir
minnkandi þátttöku eru óskir um
breytingu á sjálfu hátíðahaldinu.
Menn vita þó ekki fyllilega í hverju
hún ætti að vera fólgin. Ég hef reynt
að brýna hina ungu sjómenn með
því, að þeir yrðu að fara að gera það
upp við sig, hvort þeir ætluðu að láta
þessi hefðbundnu hátíðahöld falla
niður, eða grípa til einhverra ráða til
að efla þau. Sjálfum finnst mér það
ekki koma til mála að láta Sjómanna-
dagshaldið falla niður í jafn rótgrón-
um sjómannabæ og ísafirði. Mín
krafa og reyndar krafa allra gamalla
sjómanna, sem að þessum hátíða-
höldum hafa staðið árum saman er
því: Meiri reisn yfir Sjómannadegin-
um.
Dagskrá Sjómannadagsins hélst í
sömu skorðum árum saman eftir
1939. fyrsta dagskráin 1938 var þessi:
Kl. 11.00 guðsþjónusta; kl. 3.00
skemmtun fyrir fullorðna og þar
haldnar ræður Dagsins, önnur af
hálfu sjómanna en hin af hálfu út-
gerðarmanna; þá var kórsöngur, síð-
an kvikmyndasýning og dansleikir
um kvöldið. Aðsókn var ágæt. Næsta
ár bættist kappróður sjómanna í dag-
skrá Sjómannadagsins. Kappbeiting
var vinsæl keppnisgrein árum saman,
en lagðist af 1981. Sjómannadagur-
inn stóð snemma fyrir dansleikja-
haldi á laugardagskvöldið jafnt sem
Sjómannadagskvöldið, en önnur
dagskráratriði hafa ekki verið á laug-
ardeginum fyrr en eftir að hópsigling
var tekin upp sem dagskráratriði.
Hún var fyrst snemma morguns á
Sjómannadaginn, og síðan gengið til
kirkju, en árið 1980 var hópsigling
eða sigling með börn flutt til laugar-
dagsmorgunsins og Sjómannadagur-
inn hófst þá á guðsþjónustu. ísfirð-
ingar tóku fyrstir manna að heiðra
aldraða sjómenn, eða árið 1946, átta
árum áður en aldraðir sjómenn voru
heiðraðir í Reykjavík. Hefur það síð-
an verið fastur liður í dagskrá Sjó-
mannadagsins á ísafirði og þá oftast
tveir menn hverju sinni. A 50 ára
afmælinu í fyrra var tekinn upp sá
háttur að heiðra sjómannskonur.
Margt hefur verið reynt til að
halda fullri reisn í Sjómannadags-
haldinu, en gengið erfiðlega, eins og
víðast hvar. Nokkur brögð eru orðin
að því á ísafirði að skipshafnir togar-
anna geri sér dagamun sjálfar. Sömu
menn eru að mestu leyti á skipunum
ár eftir ár og þær halda mjög hópinn;
skemmta sér og fara í ferðalög sam-
an. Áður en Sjómannadagurinn var
lögskipaður frídagur sjómanna, hef-
ur það náttúrulega tíðum verið að
skip hafa ekki verið í höfn. Reynt var
að fá skemmtikrafta að sunnan til að
lífga upp á Daginn, en það reyndist
mönnum ofviða fyrir kostnaðar sakir
og hafa heimamenn því reynt að ann-
ast skemmtiatriðin sjálfir. En það er
orðið þannig um íslendinga almennt,
að þeir eru svo genverðugir í
skemmtanalífinu að þeir heimta at-
vinnumenn til að skemmta sér, og
þeir kunna að verðleggja sig. Margs-
konar sprell hefur verið reynt, svo
sem koddaslagur, pokahlaup og
boltaleikir, en hvergi hefur enn fund-
ist ráð til að gefa Sjómannadagshald-
inu sömu reisn og fyrsta áratuginn.
Það er ekki um nema tvennt að velja:
Að yfirganga aðra í sprellinu — en á
fámennari stöðum er sú leið of dýr —
eða sætta sig einfaldlega við að hátíð-
arsamkoma Sjómannadagsins sé fá-
menn en virðuleg samkoma.