Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 141

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 141
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 139 Það var erfið vinna fyrir ungling. Ég var kúskur, oft með 3 eða 4 hesta hvern á eftir öðrum dragandi kerrur, síðar var ég í grús í vegavinnu að moka upp á bíla. En ég var á góðum bæ í Langadal, Glaumbæ, og átti þar gott atlæti en í skóla á veturna. En síðasta árið mitt nyrðra var ég heilsársmaður í Glaumbæ. Ég var þá á 15 árinu, en hafði tekið góðum þroska að vexti, þrátt fyrir mænuveikina, sem alltaf minnti þó á sig. Ég hafði alltaf mikla löngun til smíða og var mikið glaður þegar ég eignaðist nagla. Þetta var náttúrlega tóm sjáflsbjargarviðleitni til að byrja með, maður tók uppá ýmsu, til dæm- is var ég nú ekki býsna hár í loftinu þegar ég tók að mér að líma stígvél og ýmislegt fleira fyrir Blönduós- inga. Haustið sem ég varð fimmtán ára hleypti ég í mig kjarki og yfirgaf heimasveitina og hélt suður. Ég bjó í Reykjavík, en byrjaði í byggingar- vinnu í Hafnarfirði, og ári síðar sett- ist ég í Iðnskólann. Kristinn Sæ- mundsson var meistari minn. Jú, það voru mikil viðbrigði að koma suður. Manni fannst mikill stórborgara- bragur í Reykjavík, það var búlla við búllu í Hafnarstræti, og í meira lagi skrautlegt lið sem þar hélt sig á kvöldin. Mér gekk vel námið. Fyrsta húsið sem ég vann í var fyrir Sigurð Berent- sen. Þá vorum við 12-14 að vinna í 120 fermetra hæð, en núna eru þeir ekki nema 3-4 saman í svoleiðis verki. Þá var allt saman tímavinna. Það var fátt um iðnaðarmenn, en margir gervimenn, sem við kölluðum. í tvö ár á lærlingstímanum vann ég upp á Korpúlfsstöðum að gera við þökin, þar á meðal að leggja asbezt í allt fjósið, 160 kúa fjós, og ekki var tækjakosturinn til að létta manni verkið, maður varð að vinna þetta allt upp fyrir sig. Það var svo margt verkið í bygg- ingarvinnu í þennan tíma, að það varð að vinnast með handafli við óhægar aðstæður. Maður fór snemma að finna til slæmsku í öxlum og baki. Það er enginn heill, sem hef- ur fengið mænuveikina, það get ég sagt af eigin raun. Það var nóg að gera í uppgangi stríðsáranna, en þegar ég útskrifaðist var hins vegar komin heljarmikil lægð og atvinnuleysi meðal bygging- armanna. Ég fluttist í Fjörðinn 1949, og þá rétt tvítugur, og varð það fyrir að stunda bryggjuna, bíða eftir því að verða valinn í togarauppskipanir. Um vorið 1950 útvegaði kunningi minn einn mér starf suður á Velli. Þar hafði maður það náttúrlega mjög gott, en leiðinlegri tíma hef ég aldrei lifað, en þann tíma sem ég var á Vell- inum. Ég þoldi ekki að horfa upp á þessa hermennsku og auðnuleysið í dátunum; Það eina sem þeir virtust margir hverjir hafa fyrir stafni, var að skoða Andrésblöð og jórtra tyggi- gúmmí milli þess sem þeir fægðu hólkana. Það hefur alltaf verið ríkt í mér að gera eitthvað upp á eigin spýtur og vera minni eigin húsbóndi. Meðan ég var á Vellinum reisti ég mér hús, vann við það á kvöldin og um helgar. En þar sem ég hafði góð- ar tekjur á Vellinum og vann mikla yfirvinnu, lenti ég í því að verða þriðji skatthæsti maður í Hafnarfirði. Ég varð nauðbeygður að selja húsið og borga mína skatta. Það þótti mér sárt. En fljótlega gat ég keypt mér lóð og rigningarsumarið mikla 1955 fór ég að byggja mitt annað hús og gat flutt inn á neðri hæðina fyrir jól. Þá vantaði reyndar þakið á húsið en maður lét sig hafa það að flytja inn. Þennan vetur var ég svo illa hald- inn í bakinu og öxlunum að ég varð að hætta mótavinnunni og réð mig á verkstæði Reykdals, og vann þar um veturinn. Þar kynntist ég félaga mínum Knúti Kristjánssyni og við fórum að vinna saman um vorið 1956. Þá feng- um við stórt hús að byggja í Reykja- vík fyrir dr. Gunnlaug Þórðarson og síðan fleiri, og upp úr því höfum við verið í byggingarbransanum saman í ein þrjátíu ár. Félagið Knútur og Steingrímur starfaði um þrjátíu ára skeið, með aðsetur í Hafnarfirði. Við byggðum fyrir hvern sem var og reistum auk þess sjálfir allnokkrar blokkir í Hafnarfirði, sem við seldum svo. En stærsta verkefnið okkar var við uppbygginguna í Straumsvík. Ég hef aldrei tekið það saman hvað við byggðum mörg hús. Það hafa ýmist verið blokkir með fjölda íbúða, eða einbýli. Við urðum býsna þekktir í FirðinumviðKnútur. Þaðeruekki mörg byggingarfyrirtæki sem starfað hafa svo lengi samfellt og af því nut- um við trausts. Svona tveggja manna samstarf er ákaflega heppilegt, mér líst síður á þriggja manna samstarf. Við Knútur vorum samstilltir menn, held ég megi segja, fengum styrk hvor af öðrum. Það var styrkur okkar í þessum rekstri að við drógum hvorugur af okkur, datt aldrei í hug að verða fínir menn með hvítan flibba uppá hvern dag. Þessi atvinnugrein er þess eðlis að hún þolir ekki marga forstjóra. Þegar umsvifin voru mest störfuðu um 80 manns hjá okkur. Það var þegar við vorum að vinna við að und- irbyggja skálann í Straumsvík. Eftir þrjátíu ára byggingarsmíði ákváðum við að leggja árar í bát og snúa okkur að öðru. Það er nóg af ungum og bjartsýnum mönnum á markaðnum til að taka við. Það er ekki létt verk að stunda byggingar- vinnu í áratugi í öllum veðrum, og það er eðlilegt að menn fari að róa á önnur mið, þegar þeir finna að aldur- inn er farin að færast yfir þá. En því er auðvitað ekki að neita, að við- brigðin voru mikil, þegar maður allt í einu lagði niður ævistarfið. Mér bauðst góð vinna, en treysti mér ekki í hana vegna heilsunnar, og afréð að reyna fyrir mér í verzlunum. Ég varð afgreiðslumaður í BYKO, en entist ekki nema þrjá mánuði, það átti ekki við mig að standa þarna og bíða eftir viðskiptavinum allan dag- inn. Ég hafði líka unnið útivið nánast alla ævi og árið um kring, og þoldi ekki að vera lokaður inni í verzlun. Þá vildi svo til að það var auglýst starfið hérna austur í Grímsnesi; hér bauðst mér útiveran og frjálsræðið, og vorið 1984 komum við hingað hjónin og hér höfum við verið síðan frá því snemma á vorin og langt fram á haust. Þegar við komum var Félags- heimilið að mestu fullbúið, en þar var íbúð okkar á sumrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.