Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 119
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
117
Sjómannadagurinn á Akureyri 50 ára
s
Sjómannadagsblaðinu 1940,
segir Jón Hinriksson frá stofn-
un Sjómannadags á Akureyri,
og Akureyringar hafa farið að hugsa
sér til hreyfings, þegar fréttir bárust
af því, sem var að gerast syðra þetta
ár. Það hafi svo verið um áramótin
1938/39, að Guðmundur Guðmunds-
son, þá skipstjóri (síðar forstjóri Út-
gerðarfélags Akureyringa) hóf máls
á því í félagi sínu, Skipstjórafélagi
Norðlendinga, og var þá kosin 5
manna nefnd til undirbúnings Sjó-
mannadegi 1939. Nefnd þessi ræddi
málið við Sjómannafélag Akureyrar
og Vélstjórafélag Akureyrar, sem
strax gengu til samstarfs við Skip-
stjórafélagið og kusu til þess nefndir.
Þannig var Sjómannadeginum
hleypt af stokkunum.
25 ára söguna ritar Egill Jóhanns-
son, skipstjóri, í Sjómannadagsblað-
ið 1963, og Jónas Þorsteinsson, skip-
stjóri, 40 ára söguna í Sjómannadags-
blaðinu 1980.
Nú liggur fyrir Akureyringum að
taka saman 10 ára viðbót á 50 ára
afmælinu.
Tíminn var of hlaupinn til saman-
tektar fyrir blaðið nú, enda sakar
ekki að framhaldið bíði þess, að af-
mælið verði haldið hátíðlegt.
Hér áður fyrr höfðu Akureyringar
manna bezta aðstöðu utan Reykja-
víkur til að halda veglegan Sjó-
mannadag.
íþróttastarfsemi var mikil og al-
menn í bænum og þeir gátu leikið
knattspyrnu og keppt í sundi.
Mikill hluti sjómannanna í bænum
voru sildveiðimenn, vanir róðri, og
gátu skipað margar róðrarsveitir. Þá
áttu þeir mikið úrval ræðumanna, til
dæmis fyrsta Sjómannadaginn héldu
ekki minni ræðusnillingar ræður en
Davíð Stefánsson og Helgi Valtýsson.
Ekki þurfti að skorta kórsönginn, í
bænum voru þrír öflugir kórar,
Geysir, Karlakór Akureyrar og
Kantötukór Björgvins.
Þá er og staðurinn veðursæll og
góður til útiskemmtana, sem margar
útversstöðvar eru ekki, og aðstaða er
góð við höfnina.
Það var líka svo, að það var lengi
framan af mikið líf yfir Sjómanna-
deginum á Akureyri.
En örlög Dagsins urðu þó um
skeið hin sömu og flestra annarra
staða; það smádofnaði yfir Sjó-
mannadeginum.
Akureyringar fengu ekki ráðið við
það fremur en Reykvíkingar. En nú
tvo síðustu Daga hefur brugðið til
hins betra á ný, Sjómannadagurinn
varð löghelgaður frídagur og öll skip
í höfn. Þátttaka sjómanna er á ný
orðin mikil í Sjómannadagshaldinu.
Sjómannadagur Akureyringa
helgaði sér strax að vinna að kaupum
á björgunarskipi og að því beindist
fjársöfnunin til 1951, að bygging
skipsins var hafin, þar næst að
sjúkrahúsbyggingu, og síðan aftur til
björgunarskútunnar, þar til smíði
hennar lauk, 1954, en þá tók við að
safna til dvalarheimilis aldraðra sjó-
manna og hélzt það meðan einhver
afgangur var af hátíðarhaldi dagsins.