Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 119

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 119
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 117 Sjómannadagurinn á Akureyri 50 ára s Sjómannadagsblaðinu 1940, segir Jón Hinriksson frá stofn- un Sjómannadags á Akureyri, og Akureyringar hafa farið að hugsa sér til hreyfings, þegar fréttir bárust af því, sem var að gerast syðra þetta ár. Það hafi svo verið um áramótin 1938/39, að Guðmundur Guðmunds- son, þá skipstjóri (síðar forstjóri Út- gerðarfélags Akureyringa) hóf máls á því í félagi sínu, Skipstjórafélagi Norðlendinga, og var þá kosin 5 manna nefnd til undirbúnings Sjó- mannadegi 1939. Nefnd þessi ræddi málið við Sjómannafélag Akureyrar og Vélstjórafélag Akureyrar, sem strax gengu til samstarfs við Skip- stjórafélagið og kusu til þess nefndir. Þannig var Sjómannadeginum hleypt af stokkunum. 25 ára söguna ritar Egill Jóhanns- son, skipstjóri, í Sjómannadagsblað- ið 1963, og Jónas Þorsteinsson, skip- stjóri, 40 ára söguna í Sjómannadags- blaðinu 1980. Nú liggur fyrir Akureyringum að taka saman 10 ára viðbót á 50 ára afmælinu. Tíminn var of hlaupinn til saman- tektar fyrir blaðið nú, enda sakar ekki að framhaldið bíði þess, að af- mælið verði haldið hátíðlegt. Hér áður fyrr höfðu Akureyringar manna bezta aðstöðu utan Reykja- víkur til að halda veglegan Sjó- mannadag. íþróttastarfsemi var mikil og al- menn í bænum og þeir gátu leikið knattspyrnu og keppt í sundi. Mikill hluti sjómannanna í bænum voru sildveiðimenn, vanir róðri, og gátu skipað margar róðrarsveitir. Þá áttu þeir mikið úrval ræðumanna, til dæmis fyrsta Sjómannadaginn héldu ekki minni ræðusnillingar ræður en Davíð Stefánsson og Helgi Valtýsson. Ekki þurfti að skorta kórsönginn, í bænum voru þrír öflugir kórar, Geysir, Karlakór Akureyrar og Kantötukór Björgvins. Þá er og staðurinn veðursæll og góður til útiskemmtana, sem margar útversstöðvar eru ekki, og aðstaða er góð við höfnina. Það var líka svo, að það var lengi framan af mikið líf yfir Sjómanna- deginum á Akureyri. En örlög Dagsins urðu þó um skeið hin sömu og flestra annarra staða; það smádofnaði yfir Sjó- mannadeginum. Akureyringar fengu ekki ráðið við það fremur en Reykvíkingar. En nú tvo síðustu Daga hefur brugðið til hins betra á ný, Sjómannadagurinn varð löghelgaður frídagur og öll skip í höfn. Þátttaka sjómanna er á ný orðin mikil í Sjómannadagshaldinu. Sjómannadagur Akureyringa helgaði sér strax að vinna að kaupum á björgunarskipi og að því beindist fjársöfnunin til 1951, að bygging skipsins var hafin, þar næst að sjúkrahúsbyggingu, og síðan aftur til björgunarskútunnar, þar til smíði hennar lauk, 1954, en þá tók við að safna til dvalarheimilis aldraðra sjó- manna og hélzt það meðan einhver afgangur var af hátíðarhaldi dagsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.