Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 110
108
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Norðurtangastúlkur hafa unnið róðrarkeppnir kvenna í 18 ár.
Hermann með verðiaunasveit sína og einn af sínum mörgu bikurum. Svein Júlíusar
Geirmundssonar hefur unnið kappróður 5 sinnum í röð, og reiptogsbikarinn tvívegis.
Hermann Skúlason, á Júlíusi Geirmundssyni, aflamaður mikill, svo sem hans frændur
og forfeður margir. Móðir hans er Helga Pálsdóttir af Heimabæjarkyninu í Hnífsdal,
frægt aflakyn.
Af hálfu sjómanna hefur kappróð-
urinn dregist saman frá því sem áður
var, en sú var tíðin að næstum hver
bátur sendi sveit til róðurs. Nú halda
landsveitir mest uppi róðrakeppn-
inni; konur og karlar í fiskvinnslu-
stöðvunum, íshúsfélaginu og Norð-
urtanganum, og starfsmenn ýmissa
fyrirtækja sem þjónusta útveginn.
Reiptogið er ekki sama stóra atrið-
ið og það var. Nú togast konur á til
gamans. Síðan hópsiglingin var flutt
yfir á laugardaginn hefst Sjómanna-
dagurinn á messugjörð eins og áður
sagði. Síðan tekur við skrúðganga að
minnismerki drukknaðra sjómanna.
Vinsælasta dagskráratriðið er
hópsiglingin, eftir tilkomu hennar.
Tvö til fjögur skip, eftir því sem á
stendur, sigla með krakkana út sund-
in og út á Djúpið, yfir að Snæfjalla-
strönd og inn fyrir Arnarnes, og eru
skipin jafnan full af ungviði og lukka
mikil eins og sjá má á meðfylgjandi
myndum. Börnunum er þá veitt ým-
islegt góðgæti.
Stóru fiskvinnslufyrirtækin á ísa-
firði, Ishúsfélagið og Norðurtang-
inn, hafa stutt mikið við Sjómanna-
dagshald í bænum. Þá halda ýmis
þjónustufyrirtæki og sjómannskonur
tryggð við Daginn.
Utiskemmtunin hefur verið flutt
úr bátahöfninni yfir Pollinn á Torfu-
nesið, þar sem hafnarbakkinn var
jafnan þakinn gámum og ýmissi at-
hafnasemi.
Dagskrá Sjómannadagsins á af-
mælisárinu 1988 var þannig að á
laugardagsmorguninn 4. júní var
siglt með börnin, þarnæst var kapp-
róður milli kvennasveita íshúsfélags-
ins og Norðurtangans, landssveita
karla og síðast sveita fjögurra skipa.
Síðdegis var svo Turnhúsið í Neðsta-
kaupstað opnað sem sjóminjasafn.
Töluðu þar ýmsir framámenn, m.a.
formaður Sjómannadagsráðs og fyrr-
verandi siglingamálastjóri, sem færði
safninu líkan af borði og stólum eftir
föður sinn, Bárð G. Tómasson, en
Bárður var upphafsmaður að stofn-
un Sjóminjasafnsins. Þá færði utan-
ríkisráðherra fyrir hönd sjávarút-
vegsráðherra safninu eina milljón
króna að gjöf, en fé úr úreldingasjóði
fiskiskipa má að einhverju leyti verja