Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 41

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 41
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39 Nýfundnalands á þessum árum og öfluðu þar venjulega miklu meira, tvisvar og þrisvar sinnum meira. En Nýfundnalandsveiðin var þeim til- tölulega miklu verðminni en Islands- aflinn. 1896 telja t.d. franskar hag- skýrslur, að tæplega 12 miljón kíló af Islandsfiski sé um 5l4 miljón franka virði. En rúmlega helmingi meiri Nýfundnalandsfiskur er metinn á rúml. 6Vi miljón franka. Eftir alda- mótin er aflinn enn svipaður, fram um 1905, eða 8 til 1014 miljón kíló á ári. Þessar frönsku fiskiveiðar gengu ekki ófriðar- og árekstralaust vegna þess, hversu áleitnir Frakkar voru að fara með usla inn á fiskimið íslend- inga. Þótti þó jafnan erfitt eða tvísýnt að ná rétti sínum hjá frönskum stjórnarvöldum, sem drógu taum sinna manna og létu svo sem þeim þætti ekki taka því að rekast í smá- munum, eins og veiðarfæratapi eða öðrum þeim ýfingum, sem íslending- ar urðu fyrir. Voru þeir þó stundum hart leiknir og grálega. Frá 1877 er til frásögn Valdimars Briem um ofsa þeirra og ágengni. Feir komu það ár tugum saman inn á grunnmið í Faxa- flóa, drógu net landsmanna í hnúta eða glötuðu þeim algjörlega og skemmdu þannig veiðarfæri og spilltu aflabrögðum og kom það hart við menn, því að þá var fiskleysistíð. Slíkan yfirgang sýndu bæði Frakkar og Bretar þetta ár víða um land. Frönsku skipin lágu stundum tugum saman í landhelgi og jafnvel ekki meir en fjórðung mflu frá landi. En herskipin, bæði það danska og franska, er áttu að gæta þeirra, lágu þá í makindum inni á Reykjavíkur- höfn og höfðust ekki að. - Frakkar fiskuðu mjög sunnanlands. Frakkar héldu útgerð sinni áfram, mest frá Dunkerque, Paimpol og Gravelines. Árið 1905 sendu Frakkar hingað 174 skip með 3585 manna áhöfn og öfluðu þeir þá nærri 19 þús- und smálestir. Um þær mundir fór útvegur þeirra mjög að breytast í sömu átt og gerðist þá um aðra út- gerð. Seglskipin fara að hverfa úr sögunni og botnvörpungarnir koma í staðinn. Þó kemur afturkippur í frönsku togaraútgerðina 1911 og fjölgar þá seglskipum aftur um skeið. Franskri útgerð í heild sinni fór þá heldur hnignandi, þó að flotinn væri mikill. Frakkar munu þá hafa átt um 25 þúsund þilskip, auk margra tog- ara. Utvegsbreytingin hafði það í för með sér, að bein viðskifti flotans við íslendinga í landi minnkuðu. Árið 1906 komu hingað enn yfirgnæfandi flest seglskip, eða 162 á móts við 16 togara. Á næstu árum sífækkar segl- skipunum og 1911 eru þau aðeins orð- in 91, en togararnir 38. Á sama tíma fjölgaði frönskum seglskipum við Nýfundnaland úr 209 í 232. Franska þilskipaútgerðin til íslands hélst lengst frá Gravelines. Þaðan fóru 40 skip 1911 með 520 manna áhöfn. Þessi skip fengu nærri hálfa aðra miljón kfló af þorski, rúmlega 61 þús- und kg af þorskalýsi, 32 þús. kg af hrognum og 126 kg af ýmsum öðrum þorskafurðum. Gravelines er smá- bær skammt frá Dunkerque og íbúarnir um eða innan við tvö þús- und.“ Það sýnist svo í fljótu bragði að nokkrir árekstrar verði með Forset- anum og Vilhjálmi, að því er lýtur að vinsældum Frakka hérlendis. Svo er þó ekki. Yfirlitsgrein Vil- hjálms er tekin úr stærri grein „Frönsk íslandsútgerð“ og í þeirri grein segir Vilhjálmur síðar, að frönsku sjómennirnir hafi yfirleitt verið velliðnir af almenningi hér á landi. Forsetinn nefnir ekkert um ágengni Frakka hér á miðunum enda rekur Forsetinn sína sögu eftir frönskum skýrslum og kynnum al- mennings af Frökkum, en Vilhjálm- ur styðst við íslenzkar frásagnir og þar er auðvitað meira gert úr árekstr- um á miðunum en í skýrslum Frakk- anna og þessir árekstrar voru ekkert á almennings vitorði hér á landi, þótt þeim megi finna stað í skýrslum okk- ar. Það er náttúrlega sjálfgefið, að þegar Frakkar eru hér með mörg hundruð skip, þá hafi sókn þeirra tíð- um komið í bága við okkar eigin sókn. Hér verður nú rakin í ágripi franska útgerðin, veiðarnar og mannlífið. Meira um gang sögunnar Fiskveiðihéruð Frakklands liggja eftir allri strandlengj- unni frá Calais að norðan suður um strönd Normandí, St. Malóflóans, Bretagneskagans (Bret- aníuskagi) og Biscayiflóans. Frakkar á þessari strandlengju voru allt frá 10. öld fram um 1900, ásamt Englend- ingum og Hollendingum, mesta fisk- veiðiþjóð Evrópu. Sneið af frönsku strandlengjunni nyrst er hluti af því svæði, sem liggur um Niðurlönd og heitir Flandern, en við Islendingar kölluðum Flæmingja- land og íbúana Flæmingja en síðar Flandrara. Normannar voru þeir aft- ur kallaðir, sem bjuggu í Normandí, kenndir til norrænna víkinga, og Bretónar þeir sem bjuggu á Bretagneskaganum, en þeir voru af Keltum komnir. Franskir Flandrarar frá Calais og Normannar frá Dieppe hófu síld- veiðar í Norðursjó um líkt leyti og Englendingar hófu veiðar frá Yar- mouth. Voru hollenskir Flandrarar þá á sama róli og hinir hvorir tveggja. Frakkar voru fyrirferðarmiklir í þessari sókn fram á 17. öld að það dró úr sókn þeirra vegna styrjaldar við Spánverja. Flandrarar hollenskir og franskir eru sagðir hafa lært að salta fisk af hinum þýsku Hansamönnum, og það hafi verið um miðja 14. öld, og þá hafizt þorskveiðar þeirra í Norðursjó og frönsku Flandrararnir frá Calais verið í þeirri sókn. Það hlaut náttúr- lega margt að verða líkt með frönsku Flöndrurunum og þeim belgísku og hollensku, enda voru landamærin sí- fellt að færast milli Frakklands og Niðurlanda á óróatíma þessara alda. Baskar á Spánarströnd voru braut- ryðjendur í hvalveiðum norður í höf- um, og einnig ásamt Enlendingum í fiskveiðum á norðlægum slóðum. Ekki er vitað hvenær Baskar fóru að sækja til veiða við Nýfundnaland, en haldið að það hafi verið á 15. öld, en talið að þeir hafi dulið vandlega fund sinn á þessum auðugu fiskimiðum fyrir öðrum Evrópuþjóðum. En í lok 15. aldar, eða 1497, kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.