Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 99

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 99
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 97 ÞRJÁR DRAUGASÖGUR ÚR SKÚTUM Enn vantar í þessa lesningu draugasögur, en þær voru margar úr skútunum, sem nær allar voru keypt- ar gamlar utanlands frá og þeim fylgdu oft draugar magnaðir. Hér verða valdar þrjár úr aragrúanum af þeim sögum, og vandað til sögu- mannanna, sannorðra öndvegis- manna og ekki þjáði þá taugaveikl- unin. Fyrstu söguna segir Theódór Friðriksson í bók sinni í verum. Hann var þá á skútu frá Ólafsfirði „skozkum fiskipungi.'1 „Þessi skozki fiskipungur var orð- inn ævagamall. Fylgdu honum ein- hverjar óljósar sagnir, að ekki mundi laust við, að einhver slæðingur væri í lúkarnum, einkum í kringum eitt rúmið. Auðvitað gripum við þetta á lofti til þess að hrella kokkinn með því. Ekki brá honum neitt við það að sjá, heldur manaði hann skipsdraug- inn að koma. En einhvern veginn brá þó svo við, að kokkinn tók að dreyma heldur illa, og hafði hann að kalla engan stundlegan frið fyrir ásókn og djöfla- gangi, ef hann lagði sig fyrir. Gekk þetta svo langt, að hann bað mig öll- um góðum bænum, að hafa við sig rúmaskipti. Ég gerði það með glöðu geði. Var dátt okkar í milli og engu síður, þó að ég gerði mér gaman að því, hve duglegur kokkurinn var að grufla í kútmögunum og leita þar að skeiðunum, sem í sjóinn fóru vestan við Hrísey. En í fyrsta skipti, er ég svaf í rúmi kokksins, brá svo við, að mig dreymdi, að dökkklæddur mað- ur, riðvaxinn og hinn illilegasti, kem- ur fram eftir þilfarinu. Þykir mér hann halda utan um hálsinn á ungl- ingspilti og draga hann þannig fram að lúkarnum. Drengur þessi var í bláröndóttri skyrtu, berhöfðaður, náfölur og yfirkominn af hræðslu. Horfði ég á þetta, eins og ég væri vakandi, og sá þá, að mannfjandinn hafði stóran blikandi hníf í annarri hendinni. Skipti þetta engum togum, að hann kæmi með piltinn ofan í lúkarinn, og varð mér þá svo bylt, að ég æpti upp og vaknaði. En það er af kokknum að segja, að hann brauzt þá um á hæl og hnakka í mínu rúmi. Kvartaði hann undan því, er hann vaknaði, að hann hefði dreymt skips- drauginn, og hefði hann nú ætlað að drepa sig. Við fórum að bera okkur saman um þetta, og héldum þá fyrst, að þetta mundi allt hafa stafað af vondu lofti. En er betur var að gáð, gat það ekki verið, því að lúkarinn stóð opinn upp á gátt, og hafði sjó- loftið streymt inn til okkar, þar sem við sváfum. Eftir þetta urðu fleiri varir þessa ljóta manns með hnífinn í draumaförum sínum. Þótti það þrekraun, að kokkurinn skyldi hald- ast við í skipinu einn, meðan við hinir vorum á sjónum. Einu sinni skrapp ég með öðrum manni eftir beitu yfir í Hornið. Segir ekki af ferð okkar, fyrr en við kom- um að skipshliðinni. Sjáum við þá stórvaxinn mann þramma eftir þil- farinu fram að lúkarnum. Steypti hann sér þar niður án þess að líta við okkur. Við gerðum fastlega ráð fyrir, að félagar okkar væru í fasta svefni. Héldum við því, að þetta væri ein- hver Ólafsfirðingur. Gátum við þó ekki skilið, hvað hann væri að snuðra þarna. Þegar upp á skipið kom, voru allir félagar okkar sofandi, og ekki var þar neinn aðkomumann að finna. Gátum við þá tæplega annað skilið en þetta hefði verið draugurinn". Pá kunni og Indriði Gottsveins- son, fyrsti íslenzki togaraskipstjóri sögu að segja af mögnuðum draug. Indriði var engin mysa, hraustmenni og sérlega óttalaus maður og skyn- samur. Hann var ungur maður á skútu, þegar sagan gerist, og er hún hér í endursögn tekin úr bókinni Kastað í Flóanum: Um vertíðarlokin, þegar Indriði Gottsveinsson kemur í land og er á milli skipa, er hann beðinn að taka að sér að gæta skútu, sem lá á höfn- inni en jafnframt er honum sagt, hver hængur sé á honum. Meir vakti það Indriða forvitni en ugg. Ekki var talin þörf á að vaktmaður vekti öllum nóttum, þar sem hann hlaut að verða þess var, ef einhverjir kæmu að skipshlið, og lagði Indriði sig því gjarnan og réði hending upp í hvaða koju hann kastaði sér. Eitt kvöldið lagðist hann fyrir í skipstjórakojunni aftur í káettu. Ekki var langt liðið á nóttu, þegar til hans kom maður, vörpulegur og gengur að kojunni og segir: „Farðu úr kojunni. Þetta er mín koja.“ Ekki gerði Indriði sér ljóst á hvaða máli maðurinn mælti, enda er það jafnan svo í draumum, að tungumál skipta ekki máli, sem og skiljanlegt er, að þau hljóta að falla úr sögunni um leið og tungan hættir að hrærast og segja þá spakir menn að samband- ið verði beint. Indriði svarar: „Ég sef hér til morguns." Hann rumskaði við drauminn, en sofnaði brátt aftur og svaf til morg- uns. Næstu nótt er það, að hann leggst aftur fyrir í þessari sömu koju og er skammt liðið nætur, þegar hinn sami maður kemur og er nú þungbrýnn, en þó ekki illmannlegur og segir: „Ég vil ekki að þú sért í kojunni minni.“ „Hér mun ég þó verða,“ segir Indriði. Það sér Indriði að hinum ókunna manni fellur þetta mjög þungt og er fremur dapur en hann sé heiftugur og segir hann: „Ég fer núna, en kem aftur og þá mun ég sýna þér það, sem mun duga til að þú rýmir kojuna mína.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.