Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 111
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
109
til þessa. Er það sjálfsagt ákvæði í
sjóðnum, þar sem allar líkur benda
til þess að allur sjávarútvegurinn fari
á sjóminjasafn. Það kom fram við
þessa athöfn að líta beri á safnið sem
Sjóminjasafn Vestfjarða. Helsti for-
göngumaður í sjóminjasafnsmálinu
jafnt og verndun hinna gömlu einok-
unarhúsa hefur verið Jón Páll Hall-
dórsson, og ritaði hann um þessi mál
stutta en fróðlega grein í Sjómanna-
dagsblaðið 1988.
Sjómannadagurinn 5. júní hófst að
venju með guðsþjónustu, fyrst í
Hnífsdalskapellu og þar gengið að
minnisvarða drukknaðra sjómanna í
Hnífsdalskirkjugarði, síðan í kapellu
Menntaskólans, þaðan sem gengið
var að minnisvarða drukknaðra sjó-
manna á Spítalalóðinni. Eftir hádeg-
ið hófst síðan útiskemmtun á Torfu-
nesi. Par setti Hákon Bjarnason for-
maður Sjómannadagsráðs skemmt-
unina, en Halldór Hermannsson hélt
hátíðarræðu og rakti þar sögu Sjó-
mannadagsins á ísafirði. Gat hann
þeirra sem mest hafa komið við sögu
Dagsins frá byrjun til þessa dags. Þá
flutti Ragnheiður Hákonardóttir
ræðu í tilefni dagsins. Þar næst var
Kristján J. Jónsson heiðraður, en
hann hafði verið formaður Sjó-
mannadagsráðs lengur en nokkur
annar, eða 16 ár, sem fyrr sagði. Nú
voru konur heiðraðar í fyrsta skipti,
en það voru þær Gréta Jónsdóttir og
Sigríður Brynjólfsdóttir, báðar sjó-
mannskonur sem mikið hafa starfað
að slysavarnamálum. Loks lék nýst-
ofnuð Lúðrasveit ísafjarðar nokkur
lög og síðan var gengið til leikja þar
sem þátttaka kvennanna var mest.
Þær kepptu í pokahlaupi, svippi og
reiptogi. Að þessu loknu lék har-
monikkuhljómsveit, en þar á eftir
var reiptog tveggja skipshafna og þar
næst verðlaunaafhendingu. Knatt-
spyrnukeppni milli undirmanna og
yfirmanna var síðasta dagskráratriði
og sigruðu blækurnar með fjórum
mörkum gegn einu, og hafa trúlega
haft af því ómælda gleði.
Stjórn Sjómannadagsráðs ísa-
fjarðar skipuðu á afmælisárinu: Há-
kon Bjarnason, formaður, Erlingur
Tryggvason, gjaldkeri, Þorlákur
Kjartansson, ritari.
Guðbjörgin á siglingu með börnin.
Verðandi aflamenn tala í land.