Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 138

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 138
136 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ innar sem þá lá fyrir fundinum til kaupanna var svo orðað, að „að jörð- in skyldi nýtt fyrir sjómannabörn en einnig til leigu eða sölu jarðnæðis undir sumarhús sjómanna og fyrir væntanleg orlofsheimili sjómanna- stéttarinnar.“ Nokkrum dögum fyrir þennan að- alfund eða 12. marz hafði Samtökun- um borizt rausnarleg gjöf til hinna fyrirhuguðu jarðarkaupa til að koma upp sumardvalaraðstöðu fyrir sjó- mannsbörn. Félag ísl. botnvörpuskipa eigenda hafði árið 1942 gefið allríflega upp- hæð á þeim tíma, rúmlega 10 þúsund krónur, til þess að koma upp sjó- mannastofu í Fleetwood, en þangað var siglt mikið á stríðsárunum með fisk. Það varð ekkert af þessum framkvæmdum og eftir styrjöldina lögðust af siglingar til Fleetwood og þetta fé hafði legið óhreyft í banka, en vaxtalítið, þó hafði hnoðast utan um þessa fjárhæð og hún 1964 orðin 58 þús. kr. FIB gaf nú Sjómanna- dagsráði heimild til að nota þetta fé í ofannefndum tilgangi, kaupa á jörð- inni Hraunkot í því skyni að reka þar sumardvalastað fyrir sjómannabörn. Strax þetta vor eða 27. apríl var kosin þriggja manna nefnd til að fara að huga að framkvæmdum að Hraunkoti en barnaheimilið var áfram rekið að Laugalandi um sum- arið. Framkvæmdir voru miklar í uppbyggingu Hrafnistu heimilisins, mikillar stækkunar þessi árin og það gerðist fátt að Hraunkoti (Hraun- borgarnafnið varð ekki til fyrr en löngu eftir þetta). íbúðarhúsið á jörðinni var illa íbúðarhæft til rekst- urs barnaheimilis og þurfti það mik- illa viðgerða við. Unnið var að því að fá rafmagn lagt að húsinu og einnig nokkuð að ræktunarframkvæmdum. Sjómannadagsráð vildi og láta lag- færa ósinn á Höskuldarlæk, sem rann að hluta um landareignina og fá síð- an ágóðahluta í veiði í læknum. Það reyndist mikill dráttur á því að raf- magnið kæmi og veiðikrafan lenti í þófi. Vorið 1967 var Sjómannadags- ráði neitað um aðstöðu í Laugalands- skóla til áframhaldandi rekstrar barnaheimilis þar. Þá var ekki um annað að ræða en hraða framkvæmd- um í Hraunkoti, því að Samtökin voru ákveðin í að halda áfram rekstri sumardvalarheimilis. Þótt aðstaðan væri alls ófullnægjandi að Hraunkoti voru nokkur börn þar eystra sumarið 1967 og 1968, en það sumar voru fest kaup á tveimur skálum, sem sænskir verktakar höfðu notað sem manna- íbúðir við vinnu við Sundahöfn og létu Svíarnir Sjómannadagsráð njóta tilgangsins með kaupunum og höfn- uðu hæsta tilboði en seldu Sjó- mannadagsráði báða skálana á 525 þús. krónur og fylgdi mikið af hús- gögnum. Þá var eftir að koma skál- unum austur og reyndist það erfitt verk, þar sem yfir fjöll var að fara en austur komust þeir báðir heilir, en margt þó úr lagi gengið svo sem allar rúður brotnar og veggklæðning ónýt. Mikið sjálfboðaliðsstarf var unnið við að koma skálunum í lag og jafn- framt unnið að miklum viðgerðum á íbúðarhúsinu, steypa þurfti nýjan grunn, kjallarinn var ónýtur með öllu. Til þessa verks þurfti að lyfta húsinu. Mest öll þessi vinna var sjálf- boðaliðsvinna hinna ýmsu sjó- mannafélaga og þá langmest félaga í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Þótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.