Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 115
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
113
Bolvísku bátarnir eru jafnan í höfn á Sjómannadaginn.
voru menn vanir róðri af síldveiðum
áður en vélar komu í nótabáta.
Reiptogið er þarna enn við lýði,
beitningakeppni er líklega hætt, var
ekki í fyrra, en keppni í netabætingu
upptekin.
Svo er hlaupið boðhlaup og polca-
hlaup og kartöfluboðhlaup og app-
elsínuboðhlaup, þræddar nálar, farið
í skollaleik og dansaður blöðrudans,
svo dæmi sé tekið af síðustu dagskrá
Sjómannadagsins, nema enn að
nefna, að á síðasta Sjómannadag
tóku Bolvíkingar fullan þátt, með ís-
firðingum í athöfninni við opnun
Turnhússins fyrir Sjónminjasafn, og
Geir Guðmundsson var kynnir og
stjórnaði athöfninni. Góð samvinna
hefur þegar tekist með þessum
byggðarlögum um Safnið.
Um kvöldið er haldin almenn
skemmtun, ekki sérstakt Sjómanna-
dagshóf, heldur safnast bæjarbúar al-
mennt saman, og heimamenn annast
öll skemmtiatriði sjálfir. Kvenna-
deild Slysavarnafélagsins sér um
veitingarnar. Jafnan er dansað fram
á nóttu.
Það er einstaklega gott líf með Sjó-
mannadeginum í þessu plássi.
Núverandi Sjómannadagsráð
skipa: Geir Guðmundsson, formað-
ur síðan 1951, Sigurjón Sveinbjörns-
son, ritari og Jón Eggert Sigurgeirs-
son, gjaldkeri.
Skemmtisigling með börn. Það er hún Þuríður sundafyllir, landnámskonan, sem er
þarna framan í fjallinu. Þjóðólfur bróðir hennar er sker hinumegin við víkina. Þau
rifust systkinin og gengu tryggilega hvort frá öðru. Þetta var á lOdu öldinni. A 19du öld
mun þeim hafa lent saman aftur. Þá sökk skerið Þjóðólfur 1836 en brotnaði ofan af
drangnum Þuríði.
Það er hart barist með belgjum, því annar á að falla í sjóinn.