Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 70
68
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
voru öll hvít og skínandi eins og gler,
það voru jöklar, og stærstur þeirra
nefndist Vatnajökull. En furðulegt
var, að undir öllum þessum stein-
gerða kulda drundi í iðrum jarðar
hrikalegur eldur sem stundum geyst-
ist um í hraunflóðum og eyddi öllu í
straumi sínum. Þannig var það um
Heklu, þegar hún fékk reiðiköstin
ægilegu. Og varð það til þess að fólk
hér um slóðir fullyrti áður fyrr, að
þar væri eitt af opum helvítis. Enn
voru aðrar furður — það hafði hann
frá föður sínum: margar lindir með
heitu vatni sem sumar voru sjóðandi
og gusu háum vatns- og gufustrókum
í loft upp. Hásetarnir gátu þvegið þar
fötin sín og fengið sér gott steypibað
allsnaktir í snjónum, þegar þeir fóru í
land til að endurnýja vatnsbirgðir
sínar.
En það sem Yves þótti furðulegast
af öllu, af því að hann var vanur mikl-
um gróðri í heimalandi sínu, var að
ekki skyldi vera neinn skógur, eftir
því sem sagt var, jafnvel ekki tré á
stórum svæðum, svo skipti hundruð-
um ferkílómetra þar sem hafvindar
og brennisteinsmengað vatn hindr-
uðu vöxt þeirra. Af þessum viðar-
skorti leiddi, að íslendingar urðu að
byggja hús sín úr torfuhnausum sem
þeir hlóðu hverjum ofan á annan,
þökin ennfremur úr timbri og torfi.
Samanborið við þetta varð aumasta
þorpið á Brctaníuskaga að sælustað.
Og á hverju lifði fólkið? Þessari
spurningu svaraði faðir hans á þá
leið, að það lifði að nokkru leyti á
fiskveiðum, en helsti bústofn þeirra
væri sauðfé, geitur, svín ogekki hvað
sízt litlir, harðgerðir hestar sem væru
aðdáanlega fótvissir á hörðum troðn-
ingum fjallanna sem tengdu fjarlægar
sveitir hverja við aðra. Fyrir utan
þetta ræktuðu íslendingar lítið eitt af
rúgi, byggi, höfrum og hör sem sjald-
an næðu fullum þroska vegna skorts
á hlýindum. Kornið væri þá slegið
eins og það kom fyrir, til að þurrka
það og hafa í skepnufóður yfir vetr-
armánuðina.
Þegar þú kemur í land, verðurðu
hissa að sjá hvernig fólkið klæðist.
Síðan lýsti faðir hans fyrir honum
búningi landsmanna. Hjá konunum
var það síður svartur kjóll, ljósleit
silkisvunta og gullbryddað sjal með
löngu kögri. Hárið sem venjulegast
var mjög ljóst höfðu þær í fléttum
sem um var búið með stórum silfur-
hringum. Karlmennirnir væru hins
vegar með skrítnar húfur úr sauð-
skinni, en sá hluti þeirra sem félli yfir
eyrun væri búinn vasa, þar sem þeir
geyma pípu sína, tóbak og eldfæri.
Þegar Yves hlustaði á þetta allt,
vantaði ekki mikið á að honum þætti
sem hann væri kominn í land villi-
manna. Hamingjan sanna! Hve langt
hann var í burtu frá Bretaníuskagan-
um sínum.
Undireins og komið var til Islands,
gekk öll áhöfnin í að barka seglin
sem átti að setja upp í stað þeirra sem
notuð höfðu verið á ferðinni yfir haf-
ið. í þessu skyni hafði verið hellt leir-
dufti í pott ásamt þorskalýsi og feiti,
en úr þeim samsetningi varð til sá
lögur sem borinn var á seglin þeim til
verndar. Þau stóðust þá betur stöð-
uga ásókn vinda, regns og ísþoku.
Meðan þetta fór fram lét kapteinn-
inn sér nægja að athuga sjóinn, en á
lit hans, straumum og öðrum fyrir-
bærum gat hvert æft auga séð hvar
búast mætti við fiski. Um það hafði
hver sínar hugmyndir sem dregnar
voru af reynzlu fyrri vertíða. Kap-
teinninn, hann Le Maignat, áleit að
miðin við suðurströndina væru sér-
staklega vænleg. En sá böggull fylgdi
skammrifi að þetta voru jafnframt
hættulegustu miðin við ísland. Þar
var hvergi skjól að finna í óveðrum.
Auk þess voru meðfram allri strönd-
inni grynningar af framburði ýmissa
fljóta, og kölluðu sjómennirnir það
„forarkrukkuna“. Þar gaf að líta
margt flakið sem bar því vitni, að ef
skip rak þar upp í ofviðri, var það
glatað fyrir fullt og allt. í tiltölulega
hægu veðri lagði „forarkrukkan“
öðru vísi gildru sína, því hún var
slóttug, frenjan sú. Þá sáu menn eins-
konar gulleita þoku breiðast yfir og
hylja strendurnar. Það var tjald úr
fíngerðum sandi sem vindur þyrlaði
upp. Vei hverju skipi sem lenti í
þeirri gildru, þar sem sjórinn hamað-
ist í æðislegum ofsa og var fljótlega
búinn að ráða örlögum þess, því hún
var djöfulleg gildra, „forarkrukkan"
sú, banvænn feluleikur hafs, lands og
himins. Þegar skipið var komið á
vald hennar, sá fjandsamleg náttúran
fyrir mönnunum án þess að fara að
neinu óðslega, naut krafta sinna, ör-
ugg um að eiga síðasta höggið, horfði
sigri hrósandi á hlægilegar aðfarir
þeirra við að reyna að bjarga sér,
gamnaði sér við að lengja dauðastríð
skipbrotsmannanna. Þeir skildu ekki
þá harmsögu sem þeir lifðu, svo ná-
lægt sýndust þeim býlin sem voru
mílur í burtu, og hugðu þeir auðvelt
þangað að komast, þar sem þeir
mundu verða hólpnir. Þessvegna
hófu þeir göngu sína öruggir um
björgun. Þeir gerðu ekki ráð fyrir
mýrunum, síbreytilegum jökulfljót-
unum og sandbleytunni. Ef stórfljót-
in skoluðu þeim ekki í hafið, ef sand-
urinn gleypti þá ekki, þá gat svo bor-
ið við, að Islendingar fyndu lík
þeirra, færðu þau til kristilegrar
greftrunar og settu ómerktan kross á
leiðið. Fyrir utan þetta voru miklar
hættur sem fylgdu því að vera sífellt
að sigla af einu veiðisvæði á annað á
bilinu þrjár og upp í tíu mílur frá
landi, því dönsku yfirvöldin tóku
miskunnarlaust hvert útlent skip sem
athafnaði sig í landhelgi, og þorskafl-
inn var gerður upptækur. Þessar
hættur nefndust óveður. Þau skullu á
fyrirvaralaust og rokið var svo
óskaplegt að litlar líkur voru til að
forða mætti skipinu frá því að reka
upp á sker. Þegar best lét urðu menn
að bregða skjótt við um leið og sáust
minnstu merki um aðvífandi storm
og reyna að komast út á rúmsjó, slá
undan eða flýja beint áfram án tafar,
því hver mfnúta var þung á metun-
um, þegar um var að ræða örlög skút-
unnar og áhafnarinnar, og þegar
loksins var komið út á rúmsjó, lá ekki
annað fyrir en að biðja heilagan Jak-
ob, verndara sjómanna, að skipið
yrði ekki fyrir svo miklum skaða að
verða gersamlega háð duttlungum
úthafsins.
En hvers vegna voru menn þá að
fiska erfiðustu mánuði ársins, um há-
veturinn? spurði Yves. Því svöruðu
„gömlu mennirnir“ þannig: Menn
vissu það vel, að í köldum árum
fékkst góður afli. Og hvernig hljóð-
aði ekki bretónski málshátturinn: