Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 113
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
111
Sjómannadagurinn í Bolungavík
50 ára
Að morgni Sjómannadags er hópganga frá Brimbrjót til kirkju.
Sjómannadagurinn í Bolunga-
vík er ekki haldinn af stéttar-
félögum sjómanna, eins og
annarsstaðar gerist, heldur af starf-
andi sjómönnum, sem eru í plássinu
á hverjum tíma. Sjómenn koma sam-
an til fundar, til að ráða ráðum sínum
um Sjómannadagshaldið og kjósa sér
Sjómannadagsráð til að sjá um há-
tíðahaldið þann Sjómannadag, sem
framundan er og sinna sömu störfum
og stjórn Fulltrúaráðs stéttarfélag-
anna. Þessi almenna aðild sjómanna
hefur máski einhverju valdið um
það, að alla tíð hefur haldizt mikið líf
í Sjómannadagshaldinu þar í plássi.
Ekki hafa þó verið tíð mannaskipti í
ráðinu.
Geir Guðmundsson, verkstjóri, og
núverandi formaður, hefur verið for-
maður síðan 1951, og Jón Kr. Elías-
son gjaldkeri frá 1939-80, en nokkur
skipti orðið á riturum.
Geir Guðmundsson, sem hefur
manna mest haldið til haga, því, sem
minnisvert er í sjávarsögu Bolunga-
víkur síðustu hálfa öldina, segir það
Minning látinna sjómanna er heiðruð
með blómsveig, sem lagður er að minnis-
varða þeirra er fórust með Baldri 1941.
hafa verið 1938, og líklega um haust-
ið, það var helzti tíminn til félags-
starfa, sem 12 ungir sjómenn hafi
safnast saman til að ræða um Sjó-
mannadagshald vorið 1939.
Einn þessara tólfmenninga var Jón
Tímóteusson þekktur, sem ungur
maður, í verkalýðspólitíkinni vestra,
en síðar í Sjómannafélagi Reykjavik-
ur.
Geir segir frumkvöðlana að
fundarhaldinu hafa verið Kristján Þ.
Kristjánsson, síðar fiskmatsmann og
Óskar Halldórsson, ungan sjómann,
sem fórst með m/b Baldri 1941.
Allir voru tólfmenningarnir ungir
sjómenn í plássinu, nema sagnaþul-
urinn Finnbogi Bernódusson, sem
kominn var um miðjan aldur. Tólf-
menningarnir eru taldir upp í Sjó-
mannadagsblaði 1983, en þar segir
Geir Guðmundsson frá stofnun Sjó-
mannadagsins í Víkinni.
Gísli Hjaltason var kosin formað-
ur undirbúningsnefndar, mikill
áhugamaður í félagsmálum, einkum
slysavarnarmálum, og eftir honum