Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 113

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 113
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 111 Sjómannadagurinn í Bolungavík 50 ára Að morgni Sjómannadags er hópganga frá Brimbrjót til kirkju. Sjómannadagurinn í Bolunga- vík er ekki haldinn af stéttar- félögum sjómanna, eins og annarsstaðar gerist, heldur af starf- andi sjómönnum, sem eru í plássinu á hverjum tíma. Sjómenn koma sam- an til fundar, til að ráða ráðum sínum um Sjómannadagshaldið og kjósa sér Sjómannadagsráð til að sjá um há- tíðahaldið þann Sjómannadag, sem framundan er og sinna sömu störfum og stjórn Fulltrúaráðs stéttarfélag- anna. Þessi almenna aðild sjómanna hefur máski einhverju valdið um það, að alla tíð hefur haldizt mikið líf í Sjómannadagshaldinu þar í plássi. Ekki hafa þó verið tíð mannaskipti í ráðinu. Geir Guðmundsson, verkstjóri, og núverandi formaður, hefur verið for- maður síðan 1951, og Jón Kr. Elías- son gjaldkeri frá 1939-80, en nokkur skipti orðið á riturum. Geir Guðmundsson, sem hefur manna mest haldið til haga, því, sem minnisvert er í sjávarsögu Bolunga- víkur síðustu hálfa öldina, segir það Minning látinna sjómanna er heiðruð með blómsveig, sem lagður er að minnis- varða þeirra er fórust með Baldri 1941. hafa verið 1938, og líklega um haust- ið, það var helzti tíminn til félags- starfa, sem 12 ungir sjómenn hafi safnast saman til að ræða um Sjó- mannadagshald vorið 1939. Einn þessara tólfmenninga var Jón Tímóteusson þekktur, sem ungur maður, í verkalýðspólitíkinni vestra, en síðar í Sjómannafélagi Reykjavik- ur. Geir segir frumkvöðlana að fundarhaldinu hafa verið Kristján Þ. Kristjánsson, síðar fiskmatsmann og Óskar Halldórsson, ungan sjómann, sem fórst með m/b Baldri 1941. Allir voru tólfmenningarnir ungir sjómenn í plássinu, nema sagnaþul- urinn Finnbogi Bernódusson, sem kominn var um miðjan aldur. Tólf- menningarnir eru taldir upp í Sjó- mannadagsblaði 1983, en þar segir Geir Guðmundsson frá stofnun Sjó- mannadagsins í Víkinni. Gísli Hjaltason var kosin formað- ur undirbúningsnefndar, mikill áhugamaður í félagsmálum, einkum slysavarnarmálum, og eftir honum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.