Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 127
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
125
Líkan Hermanns af Bjarna riddara.
ingar skipa, sem hann gerir líkön af.
Þórarinn Olgeirsson, þá ræðis-
maður í Grímsbæ, hafði reynt að
grafa upp teikningu af álíka togara
úti í Skotlandi, en Coot var smíðaður
í Glasgow, en keyptur frá Aberdeen.
En svo fann Þórarinn um síðir fyrir
Hermann teikningu af samskonar
skipi og Coot, og sendi hana upp
með togara, og hafði Hermann þá
verið búinn að gefa á bátinn að hann
fengi smíðað nákvæma eftirlíkingu af
þessu merka skipi fiskveiðisögunnar.
Líkanið af Coot er nú á Sjóminja-
safni Hafnarfjarðar, og þar geta allir
séð þennan litla togara, sem varð
kveikjan að íslenzkri togaraútgerð.
Þá hefur og Hermann gert eftirlík-
ingu af víkingaskipi, langskipi, mjög
fallegt líkan, og stendur það í stofu
heima hjá honum.
Það er rétt sem segir í hinni ensku
grein um líkanasmíði Hermanns, að
hann vinnur hana mest alla með
tálguhníf, þjöl og rasp.
Hermann hafði fyrir heimili að sjá,
og brauðstritið gaf honum ekki mik-
inn tíma í þetta seinlega og tímafreka
tómstundastarf, og eru líkön hans
ekki mörg, en hann hefur ekki kast-
að höndunum til þeirra. Handbragð-
ið á þeim er lista handbragð.
FROSTI HF.
SÚÐAVÍK Fiskverkun Rækjuvinnsla
Önnumst einnig viðgeröir á flot- og Útgerð: Mb. Sigrún IS-113
björgunarbúningum.
Skoöun og viðgerðir gúmmibáta allt árið. Mb. Hafrún IS-154
Teppi til skipa ávallt fyrirliggjandi. ÁLFTFIRÐINGUR HF. Útgerð:
GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN Bv. Bessi IS-410
Mb. Haffari IS-430
Eyjargötu 9 Örfirisey Sími: 14010 Mb. Valur IS-420