Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 38

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 38
36 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Höfnin í Pompól á skútuöld. ar. í Paimpol er þannig bæði að finna íslendingagötu og íslendingabryggju og íslendingakrá. Þegar reikað er um þessa staði er ekki erfitt að sjá fyrir sér iðandi líf fyrri tíma við undirbúning til brott- farar á íslandsmið, kvíða í svip manna, konur með tár í augum að harka af sér og börn með óttann í hjarta: kemur hann aftur og hvenær kemur að mér? Allir sem vettlingi gátu valdið voru jafnan saman komn- ir á bryggjunni á brottfarardegi til að kveðja „Islendingana“ og messa var sungin þeim til fararheilla. Nokkrum bæjarleiðum austan við Paimpol er þorpið Ploubazlanec, en margir sem sigldu á miðin bjuggu í smáþorpum utan við borgina. Hinar miklu hversdagshetjur í skáldsögu Pierre Lotis, sem í sögu sinni fjallaði þannig um þetta tímabil að aldrei mun fyrnast, eiga heimkynni sín í Ploubazlanec. í miðju þorpinu er kirkjugarður og kapella. Múrinn um- hverfis garðinn er þakinn litlum fer- hyrndum minningarskjöldum með ótal nöfnum og grafskriftinni „Disp- aru dans la mer d’Islande“ - „Fórst við ísland“. Ekki sér heldur í auðan blett í kapellunni sjálfri og sárt er að sjá hve blóðtakan hefur verið mikil meðal æskufólks. Ósnortinn fer heldur enginn frá ekkjukrossinum á klettahæð þar skammt frá. Þaðan sér víðast til aðkomuskipa á sjóndeildar- hringnum til hafsins. Upp á hæðina liggur gamall göngustígur við hlið ak- brautar, minningin um ótal spor kvenna, sem neituðu að gefa upp von, þótt skip sem enginn hafði haft spurnir af lengi væri ekki komið. I bók sinni „Á íslandsmiðum“ segir Pierra Loti frá því, hvernig Góð var orðin ein eftir við ekkjukrossinn og fékk ekki trúað því að Jean hennar, sem nú er orðinn á íslandi tákn hins týnda franska sjómanns, hefði geng- ið í brúðarsæng með Rán. Yves le Roux, Tonton Yves - eða Yves frændi - kom til Islands árið 1979 í boði fransk-íslenzka félagsins Alliance Fran^aise og dvaldi hér um skeið. Hann ferðaðist umhverfis ís- land sem hann hafði svo ótal sinnum séð af sjó og þekkti nú aftur af landi helztu kennileiti. Honum má hafa verið undarlega innanbrjósts að fara um svarta sandana sunnan Sandfells. Alla suðurströndina löngu mun hann hafa sagt, eins og maður gagnkunn- ugur staðháttum: „Hérna var það að « Við Tonton Yves hittumst í fyrsta sinn, þegar hann sté þá í land, og urðum ævivinir. Fyrir mér er hann Yves frændi, hvað sem blóðböndun- um líður. Meðan hann dvaldi hér sagði hann mér svo til allt sem stend- ur í þessari bók og þó nokkuð meira. Meðal annars rifjaði hann það upp, að á æskuárum hans, í byrjun aldar- innar í Bretagne, hefði ísland í hug- um fólks verið miklu nær landfræði- lega en höfuðborg Frakklands, Par- ís, - eins og það væri hluti af þessum norð-vesturskaga franska ríkisins. Hlýr, hýr og beiskjulaus sagði hann frá því sem á dagana hefur drifið. Það voru einstakar stundir. Minnis- stæðast við þessa íslandsdvöl Yves frænda er þó ef til vill kvöldið góða, þegar boðið var til stórveizlu hjá Guðrúnu Jónsdóttur prests á Sand- felli Jóhannessen, sem fæddist nótt- ina sem faðir hennar bjargaði strand- mönnum af „Dagrenningu“. Nýjustu fréttir af Yves le Roux eru þær, að gata í Paimpol hefur verið skírð í höfuðið á honum. „rue Yves le Roux l’Islandais“ eða gata íslend- ingsins Yves le Roux“. ísland gaf - og ísland tók - en aldrei viljandi. Það var aldrei boðið upp á annað en það sem þjóðin átti sjálf við að stríða. Mættu íslendingar og Bret- ónar ætíð sitja þar sáttir, hver við sinn hlut í sagnfræðinni. September 1981. Yfirlitsgrein í Sjómannasögu V.Þ. Gíslasonar Frakkar voru sú útlenda fisk- veiðiþjóð, sem langmest bar á síðari hluta nítjándu aldar og fram yfir aldamót. Þeir voru duglegir og harðfengir fiskimenn og höfðu langa og mikla reynslu. ís- landsveiðar þeirra voru umfangs- miklar og öflugar og allgildur þáttur í atvinnurekstri þeirra. Þess vegna lögðu þeir mikla rækt við íslands- veiðarnar og stjórnvöldin héldu verndarhendi sinni yfir þeim. Her- skip og spítalaskip voru gerð út fiski- flotanum til eftirlits og aðstoðar. Vís- indamenn voru sendir í rannsóknar- leiðangra til þess að athuga fiskimið, strauma og aðra haffræði. Aðrir leið- angrar voru einnig sendir til Islands til athugunar á náttúru landsins og menningu og franskir höfðingjar af hæstu stigum komu í kurteisisheim- sóknir og skemmtiferðir, svo sem Napóleon prins árið 1855. Frá Gaim- ard til Charcot er nær óslitin saga um franskar rannsóknir á íslandi og franskt-íslenskt menningarsamband. Gaimard gaf út glæsilegustu ferða- bók, sem um Island hefur verið skrif-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.