Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 114
112
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Sigursæl róðrarsveit Björgunarsveitarinnar Ernis 1988.
Sigursveit bæjarstarfsstúlkna 1988.
Kvenfólkið tekur virkan þátt í Sjómannadeginum.
skírður björgunarbátur nýkeyptur.
Gjaldkeri Sjómannadagsnefndar var
sem að ofan segir frá fyrsta degi 1939
til 1980, eða í 40 ár Jón Kr. Elíasson,
en hann var formaður í Víkinni í 45
ár, en gerðist þá háseti á ný og var
hálfníræður þegar hann hætti róðr-
um.
Sjómannadagurinn var svo hald-
inn 1939 á Annan í Hvítasunnu, þá
29. maí og vorvertíð þá almennt lok-
ið.
Fyrsti Sjómannadagurinn hófst á
guðsþjónustu, gengið fylktu liði til
kirkju upp að Hóli neðan af Brjót, og
hefur sú gönguleið haldizt.
Ekki er getið skemmtiatriða um
daginn, en um kvöldið haldin
skemmtun í Stúkuhúsinu með mikl-
um söng að lokinni ræðu Finnboga
Bernódussonar, sem setti skemmt-
unina. Síðan var dansað fram eftir
nóttu.
Síðan þennan fyrsta dag mun dag-
skrá Sjómanndagsins í Bolungavík
hafa verið með svipuðum hætti og
allsstaðar gerist: Guðþjónusta og
síðan lagður sveigur á minnisvarða
sjómanna sem drukknuðu á M/b
Baldri, þá hópsigling, sem hófst
snemma eftir að farið var að halda
Sjómannadag, en varð síðar sigling
með börn framá Djúpið.
Þá er næst sem annarsstaðar ýmis-
legt sér til gamans gert um daginn, og
það taka allir þátt í þeim skemmtiatr-
iðum, en engin skil milli áhorfenda
og skemmtikrafta, menn eru kallaðir
til leika úr hópi fólksins, sem safnast
hefur saman eftir því sem þörf krefur
til að auka fjölbreytnina og er þessi
háttur máski hvergi viðhafður á leik-
unum nema í Bolungavík.
Kappróður er við höfnina og mikil
þátttaka í honum, þar kepptu á síð-
asta Sjómannadag, 6 skipshafnir, 3
sveitir kvenna og 5 sveitir landmanna
í róðrarkeppni.
4.4 sek. voru milli fyrsta og síðasta
bátsins í keppni skipshafna og hefur
sú keppni verið hörð.
Sjómenn, einkum togaramenn,
hafa engan tíma til að æfa sig undir
keppni, og hafa heldur ekki kynnst
áraburði, en svo var fyrir nokkrum
áratugum að allir unglingar höfðu
eitthvað gutlað á skektum, og þá