Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 53

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 53
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 51 Franskir sjómenn á Fáskrúðsfirði krjúpa hjá líki félaga síns. Hugsaði einhver þeirra: Verð ég næstur undir kross, eða aðeins nafn á minningartöflu heima í Pompól? Tvennskonar fískimannasögur Margur er sá maðurinn, að hann lifir svo langa ævi, að hann sér aldrei glitta í heiðan himinn. Þá er ýmist, að hann er að eðlisfari vanbúinn til lífsbarátt- unnar, eða það hendir hann einhver sú ógæfa, sem hann fær engu ráð um, svo sem slys eða sjúkdómar, en einn- ig geta þjóðfélagsaðstæður þær, sem maðurinn fæðist til gert honum ók- leyft að lifa glöðu mannlífi, og í því efni veldur mestu, ef maðurinn neyð- ist til að vinna starf, sem hann er ekki fallinn til og hatar að vinna. Meðan atvinnulíf var fábreytt og fátækt almenn var margur maðurinn neyddur til að stunda sjómennsku alla ævi, hann átti ekki annarra kosta völ. Þessir menn urðu beyzkir og slitn- uðu fyrir aldur fram og voru alla tíð hásetar, oft á lélegum skipum. í sín- um sögum muna þessir menn mest og oft eingöngu, þrældóminn, vosbúð- ina, vondan matarkost, lífshætturn- ar, slæma yfirmenn og enn verri út- gerðarmenn. Þeir, sem vel voru fallnir til sjó- mennsku, gefin til þess harka, kjark- ur og vinnuþrek og höfðu gaman af veiðiskap, hafa allt aðra sögu að segja af þessu starfi. Þeir muna að vísu þrældóminn, vosbúðina, vond- an kost og harða yfirmenn, en hafa náð að hrista það allt af sér og lifa ekki í þeirri minningu, heldur miklu fremur um ýmislegt um veiðiskap- inn, hvernig hann gekk, og þeir muna margt skemmtilegt að segja um mannlífið um borð, spaugileg at- vik og skrýtna karla, félögum sínum bera þeir almennt vel söguna og yfir- mönnunum líka, ef þeir hafa fiskað vel og verið góðir sjómenn, og út- gerðarmennirnir voru vondir eða góðir eftir, hvernig þeir gerðu út og stóðu í skilum við mannskapinn. Óvæntar fréttir úr Frans Við íslendingar höfum fengið fréttir úr Frans af frönsku skútulífi sagðar af fyrri manngerðinni. Árið 1981 gaf bókaútgáfan Iðunn, sem fyrr segir út bókina Yves frændi, íslandssjómaður, eftir Jacque Du- bois, þýdd af Jóni Óskari og Forseti íslands ritar formála. Þetta mun vera eina sagan sögð af frönskum skútumanni, sem við eig- um á okkar tungu af frönsku skútulífi á Islandsmiðum. Saga Pierre Lotis „Á íslandsmiðum,“ sem kom út 1923, er fremur ástarsaga en skútu- lífssaga og líklega lætur Frökkum betur hin fyrri sagnagerðin. Þeir myndu líklega taka þeirri tillögu illa, Frakkarnir, að þeir fengju Englend- inga, nágranna sína til að skrifa fyrir sig sjómannasögur, þeir kunna til þess Englendingarnar. Rómantíkin drepur þá ekki. Saga Yves frænda er svört saga, kolsvört, þar örlar ekki á brosi né sólarglætu. Yfir íslandi og íslands- miðum rofar aldrei í heiðan himin, þrældómurinn samfelldur, óveðrið uppstyttulaust, engum almennileg- um manni bregður fyrir í skipshöfn, utan einum, sem datt út, jafnvel myrkrið má heita samfellt, og voru þó Frakkarnir ekki hér í skammdeg- inu, sól bregður einu sinni fyrir, en þá er hún á lofti til að skemma augu Fransmannanna eftir hið langa myrkur, sjúkdómar þungir tóku við hver af öðrum, og eigum við ekki sagnir af öðrum eins píslum, og eig- um þó söguna af Jóni þumlungi. Það má segja, að það komi okkur íslendingum allmjög á óvart þessi al-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.