Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 72
328
SÆMUNDUR FRÓÐI
eimreiðin
myndast aí því, að Brynjólfur biskup tengdi nafn hans við
Eddu kvæðin, eins og fyr er getið. En það hefir verið upp-
haf að nýju sumri og nýju laufgunartímabili fyrir tréð. Einmitt
þá vaknar nýr og öflugur áhugi á fornöldinni um þær mundir,
endurreisnar stefnan á Islandi, og við það kemur einnig nýr
gróðrarkraftur í kynjasögurnar um Sæmund.
Það má segja svo, að frækornið, sem kynjasögurnar um
Sæmund spretta upp af, eða súrdeigið, sem gefur þeim sitt
sérkennilega eðli, sé frásagan í Jónssögu helga um það,
hvernig Sæmundur komst úr Svartaskóla. Með þessu var teg-
undin ákveðin. Þar er strax slegið á þann streng, sem síðan
hljómar ávalt, það efni valið, sem svo er spunnið út af í sífellu,
þetta, að Sæmundur hafi verið orðinn svo magnaður af lær-
dómi sínum, að meistari hans sá ekki við honum í galdrakonst-
inni. Þetta er rauði þráðurinn sem gengur gegnum allar sög-
urnar um Sæmund. Hitt er annað mál, að auka atriðin breyt-
ast með tímanum, eftir því sem hverri öld og hverjum aldar
andanum þótti við eiga og fanst rétt. í Jóns sögu er það ekki
Kölski sjálfur, sem kemur fram. Hann, sjálfur myrkra höfðing-
inn, stóð nokkru fjær, en var alt að einu pottur og panna í
öllu, sem ilt var framið, hvort heldur var svartagaldur eða
annað. En hann lætur aðra koma fram, og því er það ekki
Kölski sjálfur, sem kennir í Svartaskóla, heldur meistari nokk-
ur, hamrammur og ákaflega skuggalegur. En þetta tekur
smámsaman að breytast. Þegar galdratrúin magnaðist og
mönnum fór að verða æ tíðræddara um Kölska, var eins og
menn særðu hann til sín, og áður en menn vissu af, var hann
kominn í nágrennið. Hann sjálfur var á sífeldu flakki að arka
um jörðina fram og aftur, eins og segir í Jobsbók. Það er því
allskostar eðlilegt að þegar Sæmundur var á ný skrýddur
þjóðsagna laufinu á 17. öldinni, samhliða því er galdratrúin
efldist og magnaðist, þá yrði það Kölski í eigin háu persónu,
sem hann varð að fást við. Þetta sýnir eitt meðal annars, að
sögurnar um Sæmund eru ekki ýkja gamlar í þeirri mynd,
sem vér höfum þær nú, en það ósannar ekki hitt, að stofn
þeirra sé margfalt eldri, og ef til vill að sumu leyti frá því
skömmu eftir dag Sæmundar sjálfs. Þetta eru aðeins eðliles