Eimreiðin - 01.10.1925, Side 26
310 ÞJÓÐABANDALAGIÐ eimreiÐIN
friðarsamningunum og fengin hinu nýja ríki, Líthúaníu. Borgin
stendur við ána Njemen, en Pólverjar þóttust hafa rétt til
flutninga á ánni. Þetta var orðið mesta vandræðamál, þegar
Bandalagið tók við því. Þrír menn voru skipaðir til að rann-
saka málið — einn Ameríkumaður og tveir sérfræðingar 1
samgöngumálum. Að þrem mánuðum liðnum höfðu þeir lagf
það til málanna, sem allir hlutaðeigendur sættu sig við, oS
varð það að sættum.
Annað mál, sem Bandalagið jafnaði, var Álandseyjadeilan-
Finnar og Svíar þóttust báðir hafa rétt til eyjanna, Finnar
vegna gamalla réttinda, en Svíar vegna þess, að íbúar eyjanna
voru sænskir og óskuðu sjálfir að vera í sambandi við Sví'
þjóð. Nefnd var send til eyjanna og til beggja landanna
hún skar svo úr, að eyjarnar skyldu að miklu leyti ráða sér
sjálfar, vera hlutlausar í ófriði, en undir vernd Finnlands-
Allir hlutaðeigendur undu þessu vel.
Fyrir nokkru síðan bar svo við, að Serbar þóttust þurfe
að ná rétti sínum á Albönum og sendu her manns yfir landa'
mærin. Hefur stundum áður ekki þurft meiri neista til að
kveikja stórt bál. En í þetta sinn var leitað til Þjóðabanda'
lagsins, og það tók til sinna ráða.
Grein sú í reglugerð Bandalagsins um sambands- og við'
skiftaslit við þjóð þá, sem legði í ófrið að Bandalaginu forn'
spurðu, var nú látin ganga í gildi. Peningar Serba féllu óðara
í verði. Samningum, sem voru á döfinni viðvíkjandi pening^'
lánum, var slitið. Serbar sáu sitt óvænna, herinn var skyndi'
lega kallaður heim og Albanía látin í friði.
Eitt það fyrsta, sem Þjóðabandalagið tók sér fyrir henduB
var að kalla saman alþjóðaþing til að ræða það öngþveihi
sem peningamál Evrópulandanna komust í eftir stríðið. Ser-
stök deild var stofnuð til að athuga þau mál. Starfar hún 3
mörgum sviðum; má nefna sem dæmi tilraunir hennar til ^
koma á drengilegum verzlunarviðskiftum milli landanna,
útlendum fyrirtækjum sé enginn óréttur gerður í hvaða lanC*‘
sem er, að jafna ósamkomulag milli innfæddra manna og n*'
lendra í ýmsum löndum, að koma í veg fyrir, að tvöfaldur
tekjuskattur sé lagður á suma menn, en aðrir sleppi við skatta