Eimreiðin - 01.10.1925, Qupperneq 40
324
NVJAR UPPGÖTVANIR
EIMRElÐl^
að innan skams verði hægt að láta oss sjá atburði í hundf
uðum og þúsundum mílna fjarlægð á líkan hátt eins og ver
getum nú hér heima á Islandi heyrt hljóðfæraslátt suður 1
Berlin eða ræðuhöld í Lundúnum, ef vér aðeins höfum nógu
sterkan útvarpsmóttakara við hendina. Þarf þá ekki annað en
rétta út höndina eftir tækinu, eða líkt og segir í gamall-i vísU-
sezlu upp og sjáðu í gler,
hvað suður er gert í heimi —
til þess að sjá of lönd öll og höf.
Það hefur þegar verið minst á ýmsar nýjar uppgötvanir 1
sambandi við ljósgeislana, en ein er þó eftir. Eins og kunn'
ugt er, nota málarar margvísleg litarefni til að mála með. En
litarefnin eru í rauninni ekki annað en tæki þannig gerð, a^
þau geta endurspeglað ýmislega lita ljósgeisla. Með litunun1
getur málarinn sent þá ljósgeisla, sem hann þarf á að halda>
inn í auga áhorfanda.
En nú er alt útlit fyrir, að menn séu að komast upp á a^
mála með sjálfu ljósinu, án þess að þurfa að nota litarefm11-
Frakkneskur maður, Risler að nafni, hefur búið til nokkur5'
konar r^fmagnslampa, sem hægt er að láta senda frá sér biidu
í öllum litum regnbogans. Ljósin eru framleidd með glóaird1
gastegundum, sem geymdar eru í glerpípu og magnaðar me
rafmagni. Pípan er gerð úr sérstakri glertegund og ber sja*r
birtu, þegar rafmagnið fer eftir henni. Með því að velja réH
ar tegundir af gleri og réttar gastegundir, og raða öllu eU15
og myndin á að vera, getur maður málað ljóslitum.
Þegar Þjóðverjinn A. Einstein kom fram með viðmiðunai-
kenningu (relativitetsteori) sína, var sú skoðun alment ríkjan
meðal efna- og eðlisfræðinga, að til væri eitthvert óskynj311
legt efni, sem fylti upp tómið í geimnum. Þetta efni var ne>n
ljósvaki (ether). Menn greindi mjög á um, hvers eðlis þe^
efni væri. í fyrstu voru menn lengi þeirrar skoðunar, að PaU
hlyti að vera all-þétt efni. Síðar studdu enskir eðlisfræðin3ar
þessa kenningu, með Sir Oliver Lodge í broddi fylkinSar'
Eftir að Einstein kom fram með kenningar sínar, breyttuS
skoðanir manna á Ijósvakanum mikið, og gengu sumir sU°
langt að fullyrða, að ljósvakinn væri ekki til. Sjálfur hefl'r
Einstein ekki haldið þessari skoðun fast fram, þó að honum na