Eimreiðin - 01.10.1925, Qupperneq 54
338
HELFRÓ
EIMREIÐ1^
inu á ný og hvesti á hana augun. Henni þótti því auðsætt,
forsjónin myndi — sem raunar betur færi — ætla þeim J°nl
og henni lengri, miklu léngri sambúð en áhorfðist fyrir stund'
arkorni.
»]ú, þú ert sjálfum þér líkur, ]ón. Þú mættir vera lasnarl
en þú ert nú, til þess að fallast á nokkra tillögu mína um
aukin þægindi á heimilinu. En það skaltu þó vita afdráttar'
laust, að næst þegar farið verður út á Eyrina, verð ég að |a
bæði sjö álnir af hvítu lérefti, fjórar og hálfa alin af blaa
tauinu tvíbreiða, þrjú tvinnakefli og ýmislegt fleira smáveglS<'
Og nú lét húsfreyjan dæluna ganga lengi. Hún kom vl^a
við, reikaði fram og aftur um farinn veg margra ára sambúða1"
og sýndi fram á það, bæði með skörpum rökum og nokkr
um hnýfilyrðum við og við, hver dauðans leiðindi heiin»inU
hefði staðið af afturhaldinu í ]óni alla tíð. Guðrún var bm^1
starfsöm kona og vel verki farin, og var því langt frá, að hu11
kynni við að sitja auðum höndum á rúmstokknum hjá bónda
sínum meðan hún flutti svo langt mál sem þetta var. Hl,n
tók sér fyrst fyrir hendur að búa um rúm sitt, er stóð and
spænis rúmi Jóns, og er því var lokið, gekk hún aftur og fra111
um baðstofuna og tók víða til hendinni, færði til rokka
kamba og kom hverjum hlut á sinn stað. Jón anzaði ekk>
umvöndunum hennar aukateknu orði, og það þótti Guðrúa11
ekki góðsviti. Hún þekti það af náinni viðkynningu, að þá s
hann jafnan fastast við sinn keip, er hann þagði þráast. Þet*a
og þvílíkt jók gremju hennar; harðyrðunum fjölgaði, en að Þvl
skapi dofnuðu röksemdirnar. j
í baðstofunni var orðið meira en hálfrokkið, og um sturl.
hafði Guðrún ekki gefið gaum að hvað Jóni leið. En er
varð nú reikað í námunda við rúmið hans, þóttist hún sjá, a
honum hafði runnið í brjóst. «
En Guðrún kiptist við, því þannig hafði Jón ekki so
nokkurn tíma áður. Hún vatt sér að höfðalaginu, því nú v
sýnilega ekki seinna vænna með hlý og vingjarnleg orð, se^
Jón hafði verðskuldað margfaldlega, þrátt fyrir alla smámun
ina, er milli höfðu borið í dægurglammi þeirra löngu sal^
búðar. Hún lagði höndina á brjóst honum, svo sem vildi 11
ýta við honum með hægð.