Eimreiðin - 01.01.1938, Síða 28
6
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðin
Meðalverð á dilkum mun hafa verið milli 19 og 20 kr. Mjólkur-
framleiðsla jókst á árinu allverulega, var alls á landinu árið
1936 14.660.000 lítrar, en árið 1937 15.560.000 lítrar.
Garðijrkja varð allmiklu minni en árið 1936, sem fyrst og
fremst stafaði af hinum óvenjumiklu rigningum á síðastliðnu
sumri. Kartöfluuppskeran varð aðeins 56000 tunnur og korn
var aðeins ræktað á 40 hektörum í stað 60 hektara 1936. Korn-
uppskeran var 10—15 tn. á hektara eða nál. helmingi minni en
1936. Innflutningur tilbúins áburðar nam kr. 675 þús. kr.
Verðlag á landbúnaðarafurðum var yfirleitt betra en árið
1936, og nam útflutningur þeirra um 10 milj. kr. samkvæmt
bráðabirgðaskýrslum.
Nýbýlasjóður, sem tók til starfa árið 1936, lánaði á liðna
árinu 360.000 kr. til 69 nýbýla. Ennfremur var 78 bændum
veittur styrkur til að endurreisa bæi sína.
Yfirlit Hagtíðinda um smásöluverð í Reykjavík sýndi noldvra
hækkun á verðlagi matvæla frá því árið áður. Matvæli, sem
kostuðu 100 kr. árið 1914, kostuðu í árslok 1936 kr. 186, — en
í árslok 1937 kr. 191. — Ennfremur hækkaði eldsneyti nokk-
uð á árinu.
Verzlunarjöfnuðurinn á árinu 1937 varð hagstæður um 7,2
milj. króna, samkvæmt bráðabirgðatalningu á innfluttum °S
útfluttum vörum. Hér er yfirlit fjögra síðustu ára:
Innflutt:
Árið 1937: kr. 51.626.000
— 1936: — 43.053.000
— 1935: — 45.470.000
— 1934: — 51.723.000
Útílutt;
kr. 58.867.000 (bráðab.tölur)
— 49.642.000 (Verzl.skýrslur)
— 47.772.000
— 47.854.000 —
Lausaslculdir bankanna við útlönd hafa heldur læklcað á ar-
inu, voru 8,2 milj. kr. í árslok 1936, en 7,6 milj. kr. í árslok
1937. Seðlaumferð var 12,1 milj. kr. á móti 10,6 milj. kr. í árs-
lok 1936. Skuldir ríkisins lækkuðu um tæpl. 1 milj. kr. á árinu-
Innlendi iðnaðurinn hefur aukist og iðnfyrirtækjum fjölgað
á liðna árinu. Nýjar síldarverksmiðjur voru reistar á Akranesi,
Hjalteyri og á Húsavík og undirbúningur hai'mu
iðnaðurinn. undir nýja síldarverksmiðju á Sauðárlcróki. N>
málningarverksmiðja, „Litir og Lökk“, tók til
starfa í Reykjavík og ennfremur ný nærfatagerð og skvrtu-