Eimreiðin - 01.01.1938, Page 30
8
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimbbiðin
heimilinu Sólheimum í Grímsnesi. Þá var og komið á fjöl-
símasambandi milli Reykjavíkur og ísafjarðar og talstöðvum
yfir sumartímann milli Geysis og sæluhússins við Hvítárvatn.
Á þeim tveim löggjafarþingum, sem háð voru á árinu, bæði
fyrir og eftir alþingiskosningarnar í sumar, voru samþykt
alls 87 lög og 35 þingsályktunartillögur.
Skiptapar urðu með minna móti á liðna árinu.
Siysfarir. Þrettán vélbátar strönduðu eða fórust og eitt línu-
veiðagufuskip sökk, hlaðið síld. 27 innlendir menn
druknuðu hér við land á árinu, en 12 erlendir. Fjórir enskir
togarar strönduðu og eitt danskt vélskip, en mannskaði varð
aðeins á einu þessara skipa. — Hér er samanburður
Mannfjöidi. á mannfjölda i ársbyrjun 1936 og ársbyrjun 1937:
Kaupstaðir Ársbyrjun 1936 ,. 53368 Ársbyrjun 1 54460
Kauptún yfir 300 íbúa ... 13613 13722
Sveitir og smáþorp . 48889 48766
Alt landið . 115870 116948
Mannfjöldi í kaupstöðum var: Arsbyrjun 1936 Ársbyrjun
Reykjavík . 34321 35300
Hafnarfjörður 3735 3773
ísafjörður 2602 2671
Siglufjörður 2643 2638
Akureyri 4503 4519
Seyðisfjörður 987 950
Neskaupstaður 1157 1165
Vestmannaeyjar 3510 3541
Þó að afkoma liðna ársins hafi, þegar á alt er litið, orðið betn
en á horl'ðist, fyrst og fremst vegna hins óvenju mikla síldar-
afla sumarsins, þá er því ekki að leyna, að út-
Niðuriagsorð. litið framundan er hvergi nærri bjart. Verzl-
unarjöfnuður ársins var að vísu hagstæður, en
greiðslujöfnuður ekki að sama skapi. Gjaldeyrisvandræði auk-
ast, og um síðustu áramót voru vörubirgðir í landinu, til út-
flutnings, með minsta móti. Til þess að hægt verði að halda i
horfinu, og rétta við, má lítið út af bera í hinu fábreytta fram-
leiðslu- og atvinnulífi þjóðarinnar.