Eimreiðin - 01.01.1938, Síða 34
12
ÞÆTTIR AI' EINARI H. KVARAN
eimbeiðin
um, eins og sjá má t. d. af grein hans um mótorvagna (bíla),1)
sem hann taldi samgöngufæri framtiðarinnar á íslandi frem-
ur en járnbrautir, eins og síðan hefur reynst rétt vera.
í trúmálum hélt Einar sömu stefnu, en lenti nú brátt í rit-
deilu við sr. Jón Bjarnason, af því að hann lauk lofsorði a
hina fyrstu grein um biblíukrítík, sem út mun hafa komiö
á íslandi: „Hvernig er gamla testamentið til orðið?“ eftir sr.
Jón Helgason (síðar biskup) í Timariti bókmentafélagsins
(XXII). Fordæmdi sr. Jón Bjarnason þessa hættulegu tilraun
í íslenzku kirkjunni, en Einar bauð hana velkomna, og varð
af þessu deila með þeim samherjunum, sem harðnaði eftm
því sem lengra leið.2) Líka ritaði Einar gegn hinu danska
heimatrúboði, er þá fór fyrst að láta til sín taka á íslandi,
varaði menn við þröngsýni þess.3) Mentamálin sátu mjög 1
fyrirrúmi í Norðurlandi, og heilsaði blaðið bók Guðmundar
Finnbogasonar, Lgðmentun, með fögnuði miklum, sem „einm
af merkustu bókunum, sem til er á tungu vorri.“4) Stakk það
í stúf við viðtökurnar í Reykjavík, þar sem forleggjarinn
kvaðst hafa getað selt ein þrjú eintök, er hann sendi hana út.
En bókin varð, eins og kunnugt er, grundvöllur sá, er hin nýja
fræðslulöggjöf vor var bygð á, og mjög í anda Einars. Enn-
fremur reit Einar nokkrar greinir um óstandið í lærða skól-
anum,5 *) sem einmitt um þetta leyti brann glatt gegn Birm
M. Ólsen rektor. Einnig skrifaði hann grein um búnaðarskóla-
stofnun i Reykjavik; mun einskonar landbúnaðarháskóli hafa
vakað fyrir honum; en sveitaskólarnir tóku illa undir það
mál.°)
Loks verður að nefna eina grein, um ódauðleik sálarinnar
út af bók Frederic W. H. Myers um niðurstöður sálarrann-
sóknanna.7) Þessi grein má segja að sé upphafið að hans eigia
rannsóknum.
Auk Einars skrifuðu margir merkir menn í Norðurland 1
hans ritstjórnartíð; má til þess nefna Pál Briem, Matthnis
1) Norðurland 19. nóv. 1901. — 2) Norðurland í dez. 1901. — 3) Norður-
land 4., 11. okt., 1. nóv. 1902. — 4) Norðurland 20. júni 1903. — 5) NorSur-
tand 9. jan., 13. febr., 23. júlí 1904. — 6) Norðurland 2., 9. júlí 1904.
7) Norðurtand 27. júní 1903.