Eimreiðin - 01.01.1938, Page 35
EIMREIÐIN
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
13
Jochumsson, Guðmund Friðjónsson, Stefán Stefánsson, skóla-
ttieistara o. fl. Var blaðið að öllu merkilegt, líklega með allra
beztu blöðum á sinni tíð. Einar lét af ritstjórn þess 10. sept-
ember 1904.
Einar tók við ritstjórn Fjallkonunnar 1S. október 1904. I
henni eru það einkum þrjú brennandi stórmál, sem taka á-
huga ritstjórans og rúm blaðsins. Fyrst er það pólitíkin, í
oodstöðu við stjórn Hannesar Hafstein, — sem Einar og
fleiri1) töldu hlutdræga flokkstjórn,2) — og lausn hans á íit-
sónamálinu. Strax í fyrsta tölublaði Einars hefjast umræð-
Urnar, og eftir það má segja, að ritsíma- og loftskeytamálið
sé rætt í hverju blaði alla tíð Einars. Stjórnarandstæðingar
Etu svo á, að loftskeyti Marconis yrðu bæði hentugri og ódýr-
ari fyrir ísland en ritsíminn, og þegar þeir þóttust bornir ráð-
Uni um það mál, stofnuðu þeir Þjóðræðisfélag3) til að reyna
að tryggja það, að vilji meirihluta yrði aldrei fyrir borð bor-
'nn (þjóðræði = parlamentarismus). Einar var enn á þessari
skoðun í símamálinu, er hann reit eftinnæli Björns Jónssonar
( Andvara. Annað stórmálið var skipun alþýðufræðslunnar
n grundvelli þeim, er Guðmundur Finnbogason hafði lagt.
Eiu það eru allmargar greinir, bæði eftir ritstjóra og Guð-
uiund sjálfan.4) Menn bjuggust við því að Guðmundur yrði
gerður fræðslumálastjóri, eins og sjálfsagt virtist. En það varð
ekki, og var það kent ræðu hans á Austurvelli á bændafund-
inum fræga, 6. ágúst,5) er haldinn var til að sýna stjórninni
1 tvo heimana út af ritsímamálinu.
Eriðja stórmálið, og það hið persónulegasta þeirra allra, var
rannsókn dularfullra fyrirbrigða. Fyrsta greinin um þau
(•.Dularfull fyrirbrigði") kom í Fjallkonunni 7. apríl 1905.°)
Einar hafði beitt sér fyrir þeim, fyrst á Akureyri árangurs-
t) Sjá t. d. Séð og lifað, eftir Indriða Einarsson. — 2) Fjallkonan 25.
°kt. 1904. _ 3) Fjallkonan 7. júlí 1905. Sbr. og flugrit E. Hjörl.: Ritsima-
Jnáli<J. Athugasemdir við Andvararitgjörð Jóns Ólafssonar, Rvík, 1905. 20
áls. __ 4) Fjallkonan 8. okt. 1904 og síðar. — 5) Fjallkonan 10. ág. og í
n*stu blöðum. — 6) Aðrar greinir um pau eru i Fjallkonunni 22. apr. 5.,
2fi- mai, 27. nóv. 1905; 12., 19. jan., 16. febr., 10., 15., 17., 23., 30. marz og
6- april 1906.