Eimreiðin - 01.01.1938, Qupperneq 36
14
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
eimreiðin
laust, og síðan i Reykjavík við merkilegan árangur, að því er
honum og mörgum samherja hans þótti. En pólitisku and-
stæðingablöðin voru ekki sein á sér að færa sér þetta í nyt. Þau
gátu í alvöru skírskotað til ritningarinnar: Ekki skaltu leita
í'rétta af framliðnum, segir Móses. Og þau gátu í gletni gerf
óborganlegt grín að séra Einari, andatrúarprestinum, sem
fæst við kukl og særingar og leitar frétta af framliðnum-
Verri höggstað gat Einar ekki gefið á sér fyrir pólitískan mót-
stöðumann. Og það væri synd að segja, að sá höggstaður vsen
ekki notaður. Menn lesi Reijkjavíkina, Þjóðólf og Lögréttu fra
fyrstu árunum til að sjá hríðina, sem að þeim andatrúar-
mönnum var gerð.
Var það kannske ein af orsökunum til þess, að ritstjórn
Einars á Fjallkonunni varð svo skammæ? Það gat ekki verið
meðmæli með flokksmanni að ganga með svo snöggan blett
til bardaga við harðvítuga andstæðinga. Auðvitað lætur Einar
þess ekki getið í kveðju sinni,1) heldur hins eins, að hann hafi
nú loks tekið þá ákvörðun að helga sig ritstörfunum í eigin-
legri merkingu, sáldsagna-gerðinni. Alþingi veitti honum 1
því skyni 1200 kr. styrk á ári,2) næstu tvö árin, svo nú átti
hann að geta sezt í helgan stein.
En þótt Einar tæki ekki oftar að sér ritstjórn pólitískra
tímarita eða blaða, þá var afskiftum hans af stjórnmálum
ekki lokið. Þannig skrifaði hann 1907, þegar sambands-málið
var enn á ný tekið fyrir, að tilhlutun Þjóðræðis- og Land-
varnar-manna, Frjálst sambandslancl, ágrip af stjórnmála-
deilu Islendinga og Dana (Rvík, 1907). Voru þar fram bornai
og rölcstuddar hinar nýju kröfur stjórnarandstæðinga, er
fram höfðu komið á Þingvallafundinum 29. júlí 1907 um það>
að væntanlegur sáttmáli við Dani verði bygður á þeim grund-
velli, að ísland sé frjálst land og jafnrétthátt Danmörku.1)
Þegar svo árangurinn af starfi sambandslaganefndarinnar
(febrúar—maí 1908), hið fræga sambandslagauppkast, kom
fyrir almenningssjónir, þá var Einar Hjörleifsson einn aí
1) Fjallkonan 29. sept. 1906 (síðasta blað undir ritstjórn Einars). —'
2) Það gekk þó ekki liljóðalaust af, shr. Alþingistíðindin 1907, uniræður
um fjárlögin. — 3) í samræmi við jiessar kröfur skrifaði Einar geg11
Knud Berlin: „Jarlsljórn hér ú landi“, Andvari 1912, 37: 64—79.