Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 38
16
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
eimreiðih
fengu að selja fislc sinn með beztu kjörum, og var það eigi
lítils virði.
Um áramótin 1926—1927 hafði Kristján Albertson, rit-
stjóri Vnrðar, boðið Einari Kvaran að skrifa nokkrar al-
mennar hugleiðingar um landsmál, og varð Einar við þeirri
bón. Þannig varð til greinin „Á víð og dreif. Nokkrir lands-
málaþættir",1) sem að mörgu er merkilegur eftirmáli, ekki
aðeins við afskifti Einars af landsmálum, heldur einnig við
ritstörf hans. Sýnir hann þar í mörgu hve trúr hann var hug-
sjónunum frá 1880. Þá gekk yfir landið andi nýrrar róman-
tíkur í stjórnmálum og bókmentum og varaði Einar við hon-
um. Taldi hann það furðulegasta kraftaverk hinnar gömln
rómantíkur að koma inn í jafnskynsama þjóð og Islendinga
gagnrýnislausri dýrkun á fornöld vorri. Því það sé mjög lítill
sannleikur í orðum Jónasar, að forfeður vorir hafi unað glaðn
við sitt. Aftur á móti miklast honum menningarafrek núthn-
ans og hyggur að sá tími muni koma, að menn meti þau inen'
en menningu sögualdarinnar, taki Reykjavík fram yfir Þing'
völl, — þrátt fyrir spánýtt frumvarp um þinghald á Þing'
völlum. 1 þessu frumvarpi sér hann draug rómantíkurinnar
ganga aftur, og sömu afturgöngu kennir hann frumvörpn1
um aukna latinu í mentaskólanum og bann Bjarna Jónssonar
frá Vogi gegn ættarnöfnunum. Frainh.
[í neðanmálsgrein við þætti þessa i Eimreið XLIII, bls. 160, er þess getið,
að fyrri kona Einars H. Kvaran hafi látist 21. nóv. 1886 eða 1887. Hið
rétta dánardægur er 21. nóv. 1887. Ennfremur er í þáttum þessum á Us'
303 sama árgangs, þar sem talað er um frú Rannveigu Jónasson, sett i
svigum sem tilgáta, að hún hafi verið kona Sigtryggs Jónassonar. Tilg1*13
þessi er rétt. Frú Rannveig (systir séra Valdemars Briem) var kona Sig'
tryggs Jónassonar. Þetta tvent eru lesendurnir heðnir að athuga.]
1) í VerSi 8., 15., 22., 29. jam, 12., 19., 26. febr. og 12. marz 1927. Svipuö
sjónarmið liöfðu og komið fram í erindi hans: „Stjórnarskrárafmælið *l
íslandi", Timarit ]>jó3r.fél. 192-1, 6: 10—19.