Eimreiðin - 01.01.1938, Side 42
20
ELLISTYRIÍUR
EIMREIÐIN
til greina. Ég afhendi þér krónurnar hér með. Og hann stóð
upp og fékk honum peningana.
— Guð launi ykkur hugulsemina við mig. Ég ætlaði aldrei
að fá mig til að sækja um þetta. Mér fanst, sko, ég vera að
gera mig að þurfamanni, en hún Gunna mín vildi endilega
láta mig gera þetta.
Ástvaldur var líka staðinn upp.
—- Jæja, góði, ég vona að krónurnar geti glatt þig eitthvað,
og víst hefur þú lagt inn fyrir þeim hér á Skaganum, sagði
oddvitinn, því kannslce fann hann til ánægju yfir að hafa sýnt
gamla manninum þessa rausn.
Svo tók hann í hönd Astvaldar og sagði:
— Vertu nú blessaður.
—- Já, vertu blessaður, guð fylgi þér, sagði gamli maðurinn.
Svona var kvatt innilega, þegar hann var ungur.
Oddvitinn var farinn, en þannig atvikaðist það að Ástvald-
ur gamli átti alt í einu sjötíu og fimm krónur og stóð með þ®r
í höndunum á miðju gólfi, þegar dóttir hans kom inn.
-—- Hvað var oddvitinn að fara? spurði hún.
— Hann var bara að finna mig.
—- Já, ég var ekki að spyrja að því. Hvað vildi hann þér?
Það var það, sem ég átti við.
-—■ Hann — hann var bara að tala dálítið við mig. —- Og
gamli maðurinn varð dálítið vandræðalegur og krepti hnef-
ann utan um krónurnar sínar. En dóttir hans stóð þarna
frammi við hurðina með höndurnar framan á þúfulöguðum
maganum.
— Hverskonar vífilengjur eru þetta, pabhi? Hvað á svona
lagað að þýða?
En hann svaraði þessu engu. Hún horfði á liann, hvar hann
stóð, lotinn og gamall, með grátt skegg og beran skallann og
gaut skýjuðum augunum i áttina til hennar. Það voru þessi
hvítu ský, sem henni fanst svo dæmalaust óhugguleg. Það var
eins og við þögn hans fælist eitthvað á bak við þau, sem vai
svo fjandsamlegt. Hún sagði því dálítið kalt:
— Helvítis asni geturðu verið, pabbi! Heídurðu að ég viti
ekki að hann var að koma með ellistyrkinn þinn? Og nú ®tl-
arðu að halda honum fyrir okkur, eins og við þurfum þ° 11