Eimreiðin - 01.01.1938, Page 44
22
ELLISTYRKUR
eimbeiðin
— Ég var ekki að ásaka þig, pabbi, þú þarft ekki að taka
þetta svoleiðis. Það varst þú sem varst að ásaka mig og okkur,
að við ekki létum þig hafa það, sem þú þyrftir með. En hitt
verð ég líka að segja, að ég man það vel að við börnin þín
máttum oft gráta út af því að geta hvorki verið eins vel til
fara eða íengið það, sem mörg önnur börn hér á Skaganuni
gátu fengið. Þó vorum við hér altaf talin með efnaðra fólkinu.
Hún hafði aftur talað sig æsta og sneri sér nú að honum og
sagði óþarflega hátt:
— Annars er ég ekki komin hér til að tala um þetta. Ég er
komin hér til þess að fá þessa peninga. Ég þarf á þeim að
halda fyrir þetta heimili.
Hann horfði hálfblindum augum sínum í áttina til hennar,
stóð í sömu sporum og krepti enn linefana utan um pening-
ana. Hann hafði ekki gefist upp.
— Guð fyrirgefi þér, barnið mitt, hvernig þú talar. Þú hugs-
ar ekkert um þótt þú sért að særa föður þinn. Ég hélt líka,
Gunna mín, að svo mikið værir þú nú og maðurinn þinn
búin að fá hjá mér, hæði af peningum og öðru, að ekki væri
of mikið þó ég fengi nú að halda þessum aurum sjálfur.
Henni leiddist hve þrár og ósanngjarn gamli maðurinn var.
Hann hlaut þó að geta skilið að hún þurfti á peningum að
halda, þar sem fermingin stóð fyrir dyrum, og hún sem ætlaði
að bjóða svo mörgu fínu fólki. Hún sagði því dálítið gremju-
lega:
— Þú veizt þó sjálfur, pabbi, að þú hefur ekkert við pen"
inga að gera. Þú færð alt, sem þig vantar, eftir því sem við
Guðmundur getum. Þó ertu altaf að telja eftir okkur þetta
bátslcrifli og þennan bölvaðan lnisskrokk, sem er til skammar
á móts við hús allra almennilegra manna hér. Annars hel(i
ég lika, að það standi ekki upp á hann Guðmund minn að
borga það, sem hann á að borga. Þú mátt skammast þín’
pabbi, gagnvart honum Guðmundi. Iivert okkar barnanna
þinna heldurðu svo sem að væri þess umkomið að hafa þi&>
nema við? Eins mikill bölvaður ræfill og þú ert líka orðirin,
pabbi. Þú getur ekki einu sinni bætt netstubb. Þó geturðu altaf
verið að vanþakka okkur.
Hún þagnaði, en hugur hennar var svo fullur af gremju yf>r