Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1938, Page 44

Eimreiðin - 01.01.1938, Page 44
22 ELLISTYRKUR eimbeiðin — Ég var ekki að ásaka þig, pabbi, þú þarft ekki að taka þetta svoleiðis. Það varst þú sem varst að ásaka mig og okkur, að við ekki létum þig hafa það, sem þú þyrftir með. En hitt verð ég líka að segja, að ég man það vel að við börnin þín máttum oft gráta út af því að geta hvorki verið eins vel til fara eða íengið það, sem mörg önnur börn hér á Skaganuni gátu fengið. Þó vorum við hér altaf talin með efnaðra fólkinu. Hún hafði aftur talað sig æsta og sneri sér nú að honum og sagði óþarflega hátt: — Annars er ég ekki komin hér til að tala um þetta. Ég er komin hér til þess að fá þessa peninga. Ég þarf á þeim að halda fyrir þetta heimili. Hann horfði hálfblindum augum sínum í áttina til hennar, stóð í sömu sporum og krepti enn linefana utan um pening- ana. Hann hafði ekki gefist upp. — Guð fyrirgefi þér, barnið mitt, hvernig þú talar. Þú hugs- ar ekkert um þótt þú sért að særa föður þinn. Ég hélt líka, Gunna mín, að svo mikið værir þú nú og maðurinn þinn búin að fá hjá mér, hæði af peningum og öðru, að ekki væri of mikið þó ég fengi nú að halda þessum aurum sjálfur. Henni leiddist hve þrár og ósanngjarn gamli maðurinn var. Hann hlaut þó að geta skilið að hún þurfti á peningum að halda, þar sem fermingin stóð fyrir dyrum, og hún sem ætlaði að bjóða svo mörgu fínu fólki. Hún sagði því dálítið gremju- lega: — Þú veizt þó sjálfur, pabbi, að þú hefur ekkert við pen" inga að gera. Þú færð alt, sem þig vantar, eftir því sem við Guðmundur getum. Þó ertu altaf að telja eftir okkur þetta bátslcrifli og þennan bölvaðan lnisskrokk, sem er til skammar á móts við hús allra almennilegra manna hér. Annars hel(i ég lika, að það standi ekki upp á hann Guðmund minn að borga það, sem hann á að borga. Þú mátt skammast þín’ pabbi, gagnvart honum Guðmundi. Iivert okkar barnanna þinna heldurðu svo sem að væri þess umkomið að hafa þi&> nema við? Eins mikill bölvaður ræfill og þú ert líka orðirin, pabbi. Þú getur ekki einu sinni bætt netstubb. Þó geturðu altaf verið að vanþakka okkur. Hún þagnaði, en hugur hennar var svo fullur af gremju yf>r
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.