Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 45
EIMREIÐIN
ELLISTYRKUR
23
^anþakklæti gamla mannsins, að orðin ein gátu ekki veitt
henni framrás. Hún sparkaði í stólinn við gluggann, svo að
hann þaut eftir gólfinu og orsakaði skarkandi hávaða, er hann
rakst á skattholið úti við vegginn.
Það var engu líkara en þessi hávaði yrði til þess að raska
jafnvægi og ákvörðunum gamla mannsins. Hann hrökk við, og
hnúar hans hvítnuðu, þar sem hann stóð og hélt annari hendi
Rni stafinn sinn, en krepti hina utan um peningana. En þetta
stóð ekki nema augnablik. Svo rétti hann fram sinabeia og
breytulega hönd sína og sagði dálítið þurlega:
— Þú skalt fá þessar krónur, Gunna, þær eru mér ekki svo
mikils virði úr þessu.
Hann fékk henni ellistyrkinn sinn.
Hún gekk fram gólfið og tók peningana úr framréttri hönd
hans. Hún ætlaði að segja eitthvað, en hætti við það og fór. í
dyrunum sneri hún sér við og sagði ekki óvingjarnlega.
Ég skal svo koma með kaffið þitt bráðum, pabbi. Hún
Sigga var að baka pönnukökur.
Hann svaraði því engu, en haltraði að rúminu sínu. Hún fór
°g lokaði á eftir sér hurðinni. En hann, þessi æðrulausi mað-
Ur> sem altaf hafði geymt sitt góða skap og glaða viðmót og
gat nú séð fram á friðsamlegt æfikvöld á heiinili dóttur sinnar,
hann titraði nú allur frá hvirfli til ylja af ógurlegri geðshrær-
ingu. Svona djúp áhrif hafði það á hann að þurfa að láta af
hendi þessar sjötíu og fimm krónur.
Voru þá þessir peningar svona mikils virði?
Hann snarsvimaði og hneig aftur á bak í rúm sitt með hækj-
una fyrir ofan sig og stafinn sinn reistan upp við stokkinn.
^ugu hans störðu út í herbergið án skynjunar, og i sál hans
var auðn og tóm nokkur augnablik, en svo varð brjóst hans
aii í einu of lítið fyrir hjartað, sem hafði þo átt þar heima í
sJötíu og sex ár. Hann fann til einkennilegs sársauka og fanst
Sem ósýnileg hönd væri að velta feikna stóru bjargi ofan af
höfðalagi rúmsins yfir höfuð sitt og brjóst. Hann bylti sér til,
hað marraði í fótagafli rúmsins, og stafurinn datt á gólfið.
Siðan var alt svo hljótt, og sól októberdagsins íylti herbeigið
uieð geislum sínum. t>að gljáði á hárlaust höfuð gamla manns-
ins> þar sem það hallaðist út á hægri öxlina. Og þarna lá svo