Eimreiðin - 01.01.1938, Qupperneq 46
24
ELLISTYRKUR
EIMREIÐIN
þessi mikli atorkumaður, sem hafði verið formaður á opnuni
bát í þrjátíu og fimm vertíðir, barist og sigrað á vissan hátt,
þessi raunverulega hamingjusami maður, sem altaf hafði haft
nóg fyrir sig, þessi maður, sem öllum var vel við og aldrei
hafði þurft að kvarta. Nú iá hann þarna, eins og alt þetta væri
svo vita þýðingarlaust. Eins og það lcæmi honum ekki neitt við,
þannig iá hann með galopinn munninn, og augnalok hans
hreyfðust ekki meir. Augun störðu næstum bjánalega á stól-
inn og skattholið úti við þilið hinu megin í herberginu.
Já, það var annars alveg satt, hann hafði svo sem ekki mikið
við peninga að gera úr þessu.
Á hæðinni fyrir neðan heyrðist frúin kalla:
— Sigga, viltu svo hella á könnuna, ég ætla að fara með
kaffisopa upp, til hans pabba.
Stefún Júnsson.
Tár.
Hvert renna tár þinna tregaþungu hvarma,
tárin, sem falla langar, dimmar nætur,
þá heimsins regn við auða gluggann grætur,
og gömul minning þylur sína harma?
Hvort glatast þau í gleymsku seinni daga,
sem gullið form, er týndist fyrir löngu,
munu þau hverfa eða verða að öngu,
eyðast, sem lífsins hversdagslega saga?
í næturmyrkri hægt og hljótt þau falla,
hrynja sem perlur niður bleika vanga.
En fylgisveinn dauðans framhjá heyrist ganga.
Úr fylgsnum hugans ótal raddir kalla.
Ólafur Jóh. Sigurðsson.