Eimreiðin - 01.01.1938, Page 50
28
SÖNGFÖR KARLAKÓRS REYKJAVÍKUR 1937
eimbeiðin
undirbúið alt í Kaup-
mannahöfn, svo að Þar
var að vísu að ganga?
og verður honum varla
fullþökkuð öll umhvggja
hans. Blöðin liöfðu þeg'
ar getið vendilega ui»
komu kórsins og bent a
hverja sigurför hann
hefði farið til Hafnai
1935, og hafði fréttastofa
útvarpsins danska, undir
stjórn Grunnets ritstjóra,
sérstaklega ekki látið sitt
eftir liggja, enda slept*
hún ekki hendinni af
kórnum fyrri en hann
var kominn á skipsfjól
heimleiðis. — Þegar
Hafnar kom, beið kórs-
ins Stefán Guðmundsson
óperusöngvari, Stefano Islandi, sem þegar er orðinn að góðu
kunnur um flest lönd álfunnar; varð hann eftir það kórnum
samferða og prýddi alla samsöngva hans með hinum bjarta °£>
ágæta einsöng sinum.
Um kvöldið, sem til Hafnar kom, fór fram samsöngur í h’n'
um minni sal sönghallarinnar, og var þar hvert sæti fullskip'
að, en framköllunum og lófataki ætlaði aldrei að slota. Það
kom þá þegar fram, að það voru liin léttari lög, sem náðu bezt
tökum á áheyrendum, og að kvintsöngslögin fengu núnstar
undirtektir. Ummæli blaðanna voru öll á einn veg, að raddirn-
ar væru fallegar og sterkar, en svngju þó prýðilega mjúkt, er
svo bar undir, og að stjórn Sigurðar Þórðarsonar á kórnum
væri frábær. Kvöldið eftir voru karlakórsmenn gestir íslend
ingafélags, og var Marteinn Bartels þar gerður heiðursfélag1
kórsins og afhent heiðursmerki hans.
Nokkrum dögum seinna var lagt upp til Berlínar, og var
nú í ferð með kórnum danskur bankamaður, sem fylgdi Il0n
Sigurður Pórðarson.