Eimreiðin - 01.01.1938, Page 52
30
SÖNGFÖR KARLAKÓRS REYKJAVÍKUR 1937 eimbeiðiN
dómarans, en þetta samræmi ritdómanna er lifandi sönnun
þess, að þeir eru réttir og sannir.
Af Berlín hafði kórinn að öðru leyti ekki annað að segja en
að hann fór í bifreið í ferð um borgina og skoðaði það af henni.
sem eftirtektarverðast þykir. Til hafði staðið, að svonefnd
„Nordische Vermittelungsstelle“ hefði móttökuhátíð fyrir kór-
inn, en það fórst fyrir vegna þess, hvað tíminn var nauinur.
Sendiherra íslands og Danmerkur í Berlín, Kammerherra Zahle
og alt sendiráðið, þar með talinn Helgi Briern aðstoðarmaður,
hlustaði á samsönginn.
Hinn .13. nóvember var lagt af stað til Prag og komið þangað
undir nón. Var á brautarstöðinni tekið á móti kórnum af dr.
Heidreich, formanni norræna félagsins í Prag, og af formanm
bandalags tékkneskra söngkóra. Þegar að aflokinni máltíð 1
gistihúsinu fór fram æfing í söngsalnum, hinum svonefnda
Snietann-sal, sem rúmar 2000 manns, og það getur naumast betri
söngsal. Að lokinni æfingu gengu söngmennirnir í búðir til
innkaupa, því að næsta dag skyldi lagt upp til Vínar. Það ligg111
það orð á meðal íslendinga, að allar vörur og ekki sízt skófatn-
aður, séu ódýrari í Tékkóslóvakiu en annarsstaðar, og skal eg
láta ósagt, hvort það er satt. En hitt er víst, að karlakórsnienn
kusu heldur að ganga i búðir en að skoða hina yndisfög111
forneskjulegu borg, sem fæstir þeirra munu eiga kost á að sJa
aftur, en ég efa ekki að þeir muni eiga ótal færi á því seinn-1
að fá sér á fæturna. Um kveldið fór samsöngurinn fram í vlð-
urvist sendiherra íslands og Danmerkur, og kom sendiheri'
ann í hléinu afturfyrir söngpallinn til þess að heilsa upP ‘
söngstjórann og kórinn. Var söngnum tekið með hinum niestn
fögnuði af áheyrendum, mun meiri fögnuði en gripið hatði
Berlínaráheyrendur. Þetta má þó ekki skilja svo, að Berlma
búum hafi þótt minna til kórsins koma en Pragbúum, heldm
er hitt, að Tékkóslóvakar eru suðrænni og langtum meira o1'
geðja en Prússarnir. Það varð að endurtaka mörg lögin, °g a^
síðustu söng kórinn utan dagskrár alkunna valsinn „Dóná s'0
blá“ eftir Strauss, og ætlaði þá fagnaðarlátunum aldrei að linna-
Það liafði altaf verið hálfgerður geigur í mér við að kórinn
færi að syngja þetta Vínarlag fyrir Vínarbúum, eins og til stóð.
Ég óttaðist að hin eðlilega íslenzka geðró væri svo mikil, a®