Eimreiðin - 01.01.1938, Page 62
eimííeiðin
Opnun Grænlands.
í síðasta dezemberhefti tímaritsins „Grönland“, sem liefur
á stefnuskrá sinni að kveða niður einokunarverzlun Dana í
Grænlandi og fá landið opnað, gaf að líta skopmynd eina.
Stauning, forsætisráðherra Dana, situr klofvega á ísjaka, sena
er að bráðna fyrir geislum upprennandi sólar ársins 1938. UpP
á jaltann er að klifra ísbjörn einn ferlegur, með setninguna
„Opnið Grænland!" skráða á síðunni, og virðist hann þess al-
búinn að gleypa Stauning, sem hrópar á hjálp. En meðfrani
ströndum Grænlands getur að líta Eskimóa, á kajökum sín-
um, hrópandi: Burt með einokunina! Myndin er táknræn lýs'
ing á þeirri kröfu, sem nú magnast stöðugt bæði í Danmörku,
Færeyjum og víðar, að ófremdarástand það, er að margra dónu
hefur rikt í stjórn Dana á Grænlandi, verði afnumið og nýtt
skipulag grænlenzkra mála hafið. Ritstjóri tímaritsins „Grön-
land“ er Th. Damsgaard-Schmidt, og kemur það út á vegum
félagsins „Opnið Grænland“, sem hefur aðalbækistöð sína 1
Kaupmannahöfn, en Damsgaard-Schmidt er einnig formaður
þessa félagsskapar. Félagið, sem er allfjölment, berst fyrir þvl’
að einokunin í Grænlandi verði afnumin smámsaman á næstu
20 árum. Einokunin grænlenzka er eins og sérstakt ríki i rík-
inu danska, einræði í lýðfrjálsu ríki, og hefur vakið ugg
óbeit margra frjálslyndra Dana, og sú óbeit magnast stöðugt-
Af því að Grænlands-mál snerta oss íslendinga að ýnisu
leyti — og munu ef til vill gera það enn meir síðar — og af þvl
að vér erum fremur ófróðir um hag og ástand þessara nsestu
nágranna vorra, Grænlendinga, skal hér minst á nokkur atriði
þessara mála frá sjónarmiði þeirra manna, sem vilja hina ein-
ræðiskendu núverandi Grænlandsstjórn, einokun hennar
innilokunarstefnu, feiga.
í meir en 200 ár hefur Grænlandsstjórnin haldið landinu
og íbúum þess afkróuðum frá umheiminum, og það hefur
reynst erfitt að fá fullnægjandi upplýsingar um ástandið þar-
Hr. Damsgaard-Schmidt heldur þvi fram, að þeir Danir, sem