Eimreiðin - 01.01.1938, Síða 64
42
OPNUN GRÆNLANDS
eimreiðin
Danmörk heldur — hefur ráð á því að láta námuauðæfi jarð-
arinnar liggja ónotuð og þriðja hluta þegnanna ganga atvinnu-
lausan. — Þannig tala og rita forgöngumenn hreyfingarinnar
fyrir opnun Grænlands nú í Danmörku, og það er engum efa
bundið að orð þeirra hafa sín áhrif.
Ofan á þessa gagnrýni bætist síendurtekinn uggur um, að
á bak við tjöldin fari fram samningaumleitanir milli dönsku
stjórnarinnar og erlendra ríkja, einkum Bandaríkjanna, um
fríðindaafsal í Grænlandi og jafnvel um sölu á landinu i heild-
Hvort sem uggur þessi er ástæðulaus eða ekki, gýs hann upP
aftur og aftur — og nú síðast í sambandi við nýlega fallinn dóm
í Landsréttinum danska, um að Stauning forsætisráðherra hafi
brotið „Undirjarðvegs-lögin“ dönsku. Dómur þessi stóð í sam-
bandi við námurekstur Bandaríkjamanna hjá Kolding, Þar
sem fundist hafði salt í jörðu. Það virðist sem danska stjórniu
hafi gert sér mikið far um að koma sættum á, án þess að mál-
inu væri áfrýjað til hæstaréttar, því í skýrslu sinni til fjar'
málaráðuneytisins segir forsætisráðherrann ... „að stöðugt se
verið að semja við Bandaríkjamennina um sérleyfi (Konces-
sion), og að ástæða sé til að ætla, að ef þessir samningar leiði til
sátta milli Bandaríkjanna og ráðuneytisins, þá muni dóinin-
um ekki verða áfrýjað til hæstaréttar ...“ En jafnframt þvl
að hætta saltborununnm við Kolding stofna Bandaríkjamenn-
irnir hlutafélag með miljón króna höfuðstól og með aðalupp-
hafsmanninum að námurekstrinum, Mr. Ravlin, að fram-
kvæmdarstjóra. En hann er talinn að standa í mjög nánu
sambandi við sendiráð Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn, þar
sem frú Ruth Bryan Owen (nú Rohde) skipaði til skanmis
tíma forsætið. En hin svonefndu „Undir-jarðvegslög“ eru til
orðin eftir komu frúarinnar til Danmerkur, og einnig er talið
að hin dansk-ameríkanska ást á Grænlandi hafi aukist mikið
þann stutta tíma, sem frúin gegndi aðalsendiherraemhætti
Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn. Út úr öllu þessu hefur sa
kvittur komið upp, að með stofnun hins nýja félags ætli Banda-
ríkjamenn fyrst fyrir alvöru að fara að iðka námurekstur a
danskri grund, þó ekki heima í Danmörku, heldur í Grænlandi,
þar sem námuskilyrðin eru margfalt meiri og hetri en í Dan-
mörku.