Eimreiðin - 01.01.1938, Qupperneq 74
52
BJARGVÆTTUR
EIMHEIÐIN'
iípp í fjallið austur af bænum. Voru þær teptar þar í rinda of-
arlega í brattri fjallshlíðinni. Hinir þrír mennirnir voru Jon
Hinriksson, Sigfús Jónsson, tengdasonur hans, og Jón Krist-
jánsson vinnumaður. Um ferðalag þetta segir Stefán:
„Við gengum upp rinda norðan við gilskoru, en sunnan gils*
ins voru ærnar. Þegar við vorum komnir jafnhátt ánum, þurft-
um \dð að fara suður yfir gilið til ánna, og var Sigfús á undan.
Þegar hann var kominn örstutt út í lægðina, heyri ég að Jon
Hinriksson kallar, að það sé að koma skrið á snjóinn og biður
fyrir sér. Lít ég þá til Sigfúsar og sé, að hann hleypur beint
áfram og ætlar sér að taka lægðina, sem snjórinn rennur eftir.
í einu stökki suður yfir. En það er í einni svipan, að snjórinn
og skriðan taka hann, og hverfur hann á sama augnabliki. Vi6
hinir þrír hlupum í dauðans ofboði á eftir flóðinu ofan, seni
ekki náði að fella okkur, af því við vorum ekki komnir nenia
í bláröndina á því. Ekki veit ég hve langt við höfðum farið,
þegar við komum þar sem flóðið hafði stöðvast við einhverja
stillu eða haft neðarlega í fjallinu. Þar lá nú röstin í dauða-
þögn á eitthvað 20—30 faðma löngum kafla upp og ofan gilið*
eins og hár og úfinn hraunkambur. í þessari hrönn hvíldi nu 1
grafarþögn einn félagi okkar.
Ég get ekki né þarf að lýsa ástandi okkar á svona stundu.
Allir inunum við hafa staðið ráðþrota. Ég man þó að Jón Hin-
riksson hafðist það samt að, að hlaupa á fjórum fótum upp
og ofan röstina, rífa snjóinn með höndunum og kalla og kalla,
en ekkert fékst svarið. Þá man ég það, að ég tók rekuna af
Jóni vinnumanni og fór að moka skamt fyrir ofan það, sem
flóðið stöðvaðist; eftir að vera búinn að moka hérumbil alm,
eða öllu meir, kom rekublaðið ofan á eitthvað, sem lét undan
eins og svampur, og reyndist það vera höndin á Sigfúsi. ^
vorum nú ekki lengi að rýmka svo til, að við náðum honuin
upp, og var hann þá svarrauður og virtist mundi örendur vera-
Svo var hann heitur, að við þoldum varla að snerta hann.
Við Jón Hinriksson1) sátum þarna yfir honum sem líki, en
1) Jón Hinriksson, skáld á Helluvaði, fluttist að Hólum vorið 1876, C11
fluttist aftur til Mývatnssveitar vorið 1879. Hann var fæddur 24. okt. 18-9
á Stóru-Reykjum í Reykjahverfi, en andaðist á Helluvaði 20. febr. 1921-
Var hann merkur maður og vel gefinn, elskaður og virtur meðal svcit