Eimreiðin - 01.01.1938, Qupperneq 78
56
BJARGVÆTTUR
eimbeiðin
Hve lengi þetta hefur verið veit ég ekki, en mig fór að lengja
og gerast órór. Datt samt í hug að hann gæti tafist út með
landinu, annaðhvort að taka netjastaura eða þá að hann hefði
rent þar dorg. Seinast var ég samt svo órór, að ég fór upp í
hólmann til að svipast eftir honum, en, guð minn góður, eng-
an mann að sjá, en mér fanst ég eygja eins og fugl í eyðunni
uppi við landið. Þannig var þá hinn óljósi grunur minn að
verða að veruleika.
Skjálfandi af ótta að svo væri hraðaði ég mér sem mest ég
gat — til að ganga úr skugga um þetta — í áttina til eyðunnar
og var ekki kominn nema stuttan spöl þegar ég sá hvers kyns
var, að Þorsteinn hafði dottið í vatnið og barðist þarna með
síðustu kröftum. Ekkert mannlegt eyra hafði heyrt til hans
neyðarhljóðin, því ofsasunnanveður var á, nema Sigurgeir sonur
hans, sem stóð hjá fé uppi í Dimmuborgum. Lokaður bær á
Strönd og enginn karlmaður heima. Ég heyrði heldur ekkerl
til hans t'yr en ég átti fáa faðma eftir til hans, og var þá röddin
líka að dvína eða nær þrotin. Hann flaut þarna við skörina
skelþunna, með höfuðið uppi og hendur tyltar á hinn veika ís.
sem gekk í öldum eins og vatnið. Út lagði ég í guðs nafni og
reyndi að hafa þá varúð og stillingu, sem mest ég gat. Fór strax
úr kápunni, sem var fremur stutt sem hjálpartaug á milli okk-
ar, og veðrið gerði mér lika erfitt að slöngva henni til hans,
þar sem hún fauk aftur í fangið á mér. En eftir nokkrar atrenn-
ur, er hún var orðin blaut, gat ég samt komist svo nálægt, aö
hann náði í hana með höndunum. En það stoðaði lítið, því hann
misti strax af takinu fyrir loppu og máttleysi, og svo hafði hann
vetlingana á höndunum. Þetta gekk, að mér fanst, langa stund,
að hann náði í kápuna, en misti jafnharðan aftur. Nú var ég
staddur í þeirri dauðans mestu raun, sem ég hef reynt urn
dagana, því ég sá, að hér var um líf okkar beggja að ræða.
ísinn, sem ennþá lafði uppi með mig, var að bresta, og ég sá
hina votu gröf okkar beggja. Þá — guði sé lof — datt mér
það á augnabliki í hug að segja honum að bíta af sér vetling-
ana og reyna að koma kápunni upp i sig með hendinni. Þetta
gerðist á svipstundu, og hann náði taki með tönnunum fremst
í ermina, en ég fór að taka í. Bilaði enn þetta tak, því stykkið,
sem hann beit i, fór úr erminni, og þá hélt ég að úti væri um