Eimreiðin - 01.01.1938, Side 82
00
STJÖRNUSALURINN
eimheiðin
og sjálfstamning í framkomu getur aukið á fegurð kvenna.
En þessi kona var ennþá guðdómlegri, enn siðfágaðri, enn
fegurri en nokkurt skáld getur gert sér í hugarlund, hvað þa
heldur lýst.
Um leið og hún straukst fram hjá mér fann ég, að hún þrýsti
einhverju í hönd mína, og þegar ég hafði náð mér eftir geðs-
hræringuna, sá ég, að þetta, sem hún hafði laumað að mér, var
dýrindis hringur og innan i honum ofurlítið samanbrotið kort.
Hin töfrandi fegurð hennar og snertingin af hönd hennar gerði
mig ruglaðan í fyrstu, svo ég áttaði mig ekki strax á því, sem
gerst hafði. En þegar ég leit á kortið sá ég, að þar stóð letrað-
„Greifinna Barcheschi, Boulevard des ltaliens“, og á hornið var
skrifað með perlulöguðum stöfum: „Kl. 12 á morgun.“
Hringurinn utan um nafnspjaldið var mjög dýrmætur, minst
fimm hundruð franka virði, að því er gimsteinasalinn, sá er eg
lét meta hann, sagði mér.
Þetta var nú það, sem kallað er að detta í lukkupottinn. Þa'ð
getur ekki verið nein hversdagsdrós, sem vefur ástamóta-orð-
sendingar sínar innan í fimm hundruð franka hring! Hún gat
ekki verið nein æfintýrakona, heldur tigin hefðarmær, og mer
fanst reglulega fallegt af henni að fá alókunnugum manni, sem
hún hafði aldrei áður séð, svona dýrmætan demantsliring 1
hendur. Hún var eftir því ekki hrædd við, að ég færi með hann
til veðmangara, í stað þess að koma til mótsins. Hún hefm'
áreiðanlega séð það út, að ég væri ungverskt göfugmenni, eins
og ég líka var.
Æfintýrið fanst mér ákaflega skemtilegt og lokkandi. Og
mér fanst tíminn aldrei ætla að líða, unz klukkan yrði tólf dag^
inn eftir. Ég fór í minn fegursta morgunskrúða og leigði vagn
til að aka mér til Boulevard des Italiens. Ekillinn þekti húsið
vel og ók hiklaust upp að hliði þess. Auðvitað vissu allir hvar
greifinnan átti heima. En ekillinn sagðist ekki mega aka inn
um hliðið, þar sem við værum í leiguvagni, reglan væri sú að
engir nema einkavagnar mættu fara inn á garðstéttina, sein la
upp að aðaldyrum hússins. Það voru allmargir einkavagnar a
stigum garðsins.
Lofum þeim að vera þar. Eigendur þeirra fá áreiðanlega að
bíða i forsölunum, þegar ég sýni kortið mitt og hringinn.