Eimreiðin - 01.01.1938, Page 84
62
STJÓRNUSALURINN
eimreiðin
á mig stórum, sakleysislegum og óttaslegnum augum. Ég sá,
að ég hafði byrjað með meiri ofsa en rétt var, og gætti rnín
því betur. Mér tókst að fá hana til að setjast aftur hjá mér
og afsakaði ákafa minn, sem ég hefði alls ekki ráðið við vegna
ástar þeirrar, sem ég bæri til hennar. Hún tók að gráta hljóð-
lega og sagðist aldrei hafa hitt þann mann fyr, sem gæti skilið
hana. Ég sór þess dýran eið, að ég skyldi verða sá eini, sem
skildi hana til fulls, og svo tók ég að hafa yfir kvæði fyrir
hana, unz hún þurkaði af sér tárin og brosti. Hún lét heldur
ekki ástúð mína með öllu ólaunaða, því einu sinni beygði hún
sig yfir mig, þar sem ég sat á silkidýnu við fætur hennar, og
kysti mig móðurlega á ennið. Þá þrýsti ég flauelsmjúka, liljU'
hvíta lófanum hennar að hjarta mér og kysti hana með svo ofsa-
legum ástríðuhita á varirnar, að hún gat varla náð andanum
og varð hálfstygg í bragði á eftir. En svo kallaði hún núg
„elsku Rómeo“ sinn og ég hana „elsku Júlíu mína“, og þannig
atvikaðist það, að við lékum fyrsta þáttinn í Rómeo og Júliu>
þar sem elskendurnir heita hvort öðru eilífum og órjúfandi
trygðum.
Svo kvöddumst við að lokum, og rétt þegar ég var að fara,
hvíslaði gyðjan í eyra mér:
„Komdu aftur um hádegið á morgun.“
Svo hörfaði hún undan, eins og hún óttaðist nýjan skilnað-
arkoss, veifaði til mín úr hinum enda salsins og hvíslaði:
„Rórneo minn.“
„Júlía mín, yndislega Júlía mín,“ stundi ég hugfanginn —
alls ekki ólíkur sturluðum Rómeo, því ég hafði sannarlega
komist úr jafnvægi og vildi einnig óður vita hver hún væri og
hvaðan hún kæmi, hverra manna hún væri, því hún var áreið-
anlega engin hversdagsmanneskja. Hún elskaði mig af öllu
hjarta. Um það var ekki að villast. Ég hafði aldrei hitt jafn
ástheita konu. Það gerði mig óðan og æran. Og nú átti ég að
bíða heilan dag áður en ég fengi að sjá hana aftur. Ég niundi
telja minúturnar til hádegis næsta dag. Og ég var alls ekki
viss um að ég héldi þeim litlu sönsum, sem ég hafði haft, er
ég fór að heiman.
Undir kvöldið gekk ég mér til afþreyingar — og líka í þeirri
veiku von, að ég fengi ef til vill að sjá henni bregða fyi'ir