Eimreiðin - 01.01.1938, Side 92
70
ENN UM BERIÍLASÝKI Á ÍSLANDI
eimreiðin
haldið fram af lærðum mönnum í berklafræðum, og styðja fúk-
yrðin, sem á eftir fara, og að vísu eru vindhögg, ef þau lenda þá
ekki á höf. sjálfum, þessa ætlun mína. Þótt ótrúlegt sé, virðist
honum, lækni, vera ókunnugt um, að alt frá dögum Roberts
Kochs hafa margir ágætir vísindamenn verið síleitandi að lækn-
ismeðulum gegn herklaveikinni. Þó'tt undralyfið, sem eitt er
nægilegt til að lækna berklaveiki, sé ófundið, og finnist líklega
seint, þá hefur þó þegar orðið nokkur árangur í höndum þeirra,
sem með kunna að fara, af sumum þeim lyfjum og lækninga-
aðferðum, sem reyndar hafa verið, alt frá túberkúlíni til Cal-
mettes bólusetningar og gullsalta. Og sjálfar tilraunirnar, hin
sífelda leit að „meðulum eða efnasamböndum, er séu nokk-
urs virði í baráttunni við berklasýki“, sýnir, svo að ekki verð-
ur móti mælt, að því er trúað svo fast, að slík „meðul og efna-
sambönd“ séu til, og það af mönnum, sem þar um eru dóm-
bærari en M. B. H„ að alveg er óþarft fyrir hann að eyða tínia
sínum og kröftum í að boða þá trú.
4. Þá kemur fjórða röksemdin. Hún er svona: „Það inun
reynast, að þau hörn, sem alin eru upp á geitnamjólk þangaö
til þau eru fimtán ára, munu alla æfi verða mikið ómóttæki-
legri fyrir berkla en önnur hörn. Þau munu ekki verða grá 1
gegn, lítil og vesældarleg, eins og Guðmundur F'riðjónsson
lýsir unglingunum í „íslands^O-grein sinni“. Þetta er tilval-
ið dæmi um það, sem í hugsunarfræðinni er nefnt „petiti°
principii“, þ. e.: að nota það, sem sanna á, sjálft sem sönnun-
Munu allir heilskygnir menn sjá, að óþarft er að eyða orðum
að slíkri hringavitleysu, og vík ég því að næsta lið.
5. Þar mun eiga að sýna ágæti hryssumjólkur til berkla-
varna, og kemur þá fyrst þetta: „Einstöku sérvitringar, svo
sem Þorgrímur læknir og séra Benedikt á Hólum, hafa í f°r'
tíðinni notað hana (þ. e. meramjólkina) handa börnum sm
um, og hefur árangurinn ávalt verið heiðinna manna heilsa-
Svo er nú það! Hver var annars þessi Þorgrímur læknir ■ ho
veit ekki nema um tvo lækna með því nafni, og hef hvorugaU
heyrt nefndan sérvitring. Sagt er, að þetta hafi verið ,Ú f°r
tíðinni“, og hlýtur því að vera átt við þann þeirra, sem f>r
1) Á að vera:
,ísleiulings“. — S. J.